Geymdur fyrir framtíðina

Kannski finnst ykkur þetta ekkert merkilegt. En mér finnst þetta skemmtilegt. Ég er sem sagt vel geymdur. Kannski orðinn ódauðlegur. Nei, annars, ekki ódauðlegur. Það er víst ekki eitthvað sem nokkur maður óskar sér. En kominn inn í eitthvað sem verður geymt. Yahoo! ákvað sem sagt að búa til tímahylki (eða time capsule) svona til minningar um árið 2006. Ólíkt öðrum svona tímahylkjum þá inniheldur þetta tímahylki bara stafrænar upplýsingar. Er það fyrsta í sögunni sem inniheldur bara stafrænar upplýsingar.

Yahoo! er búið að vera undanfarin mánuð að safna í hylkið. Það eru nefnilega notendur Yahoo! sem hafa búið til hylkið. Reyndar situr eftirlitshópur og fylgist með því að þetta sé ekki misnotað. Vegur og metur hvort efnið passi inn í einn af efnisflokkunum 10 sem boðið var upp á. Mér fannst þetta skemmtileg hugmynd. Vel útfærð hjá Yahoo! Nú verður allt efnið sýnt 25-27 geymt til ársins 2020 af The Smithsonian. Kannski eitthvað lengur. En ég ákvað að taka þátt. Við vorum 21 sem sendum eitthvað inn sem búum á Íslandi. Kom mér á óvart hversu fáir Íslendingar tóku þátt. Erum við ekki svo svakalega rafræn? Líklega meiri þjóðsaga sem við segjum okkur sjálfum. Ísland bezt í heimi!

Ég ætlaði mér líka að vera duglegri. Senda inn margt. En svo hljóp tíminn frá mér. En það fóru þó 4 myndir frá mér. Hér eru tenglarnir.

http://timecapsule.yahoo.com/capsule.php?i=166571&t=now&l=en
http://timecapsule.yahoo.com/capsule.php?i=179800&t=past&l=en
http://timecapsule.yahoo.com/capsule.php?i=179964&t=past&l=en
http://timecapsule.yahoo.com/capsule.php?i=180131&t=you&l=en

Ummæli

Vinsælar færslur