Besta fréttaskýring ársins

BBC sem er breska útvarpsfélagið er mjög ólíkt því íslenska. Fyrir margra hluta sakir. Kannski ekki hvað síst fyrir þá sök að þegar það hóf starfsemi. Þá var það sjálfkrafa útvarp Breska Heimsveldisins. En sólin skein alltaf á einhvern hluta af því veldi. Af þeim sökum hefur BBC haldið úti víðtæku neti fréttaritara. Ólíkt langflestum miðlum. Það er nefnilega svakalega dýrt að halda úti svona neti. Miklu hagkvæmara að kaupafréttir af fréttamiðlurum eins og Reuter. Þannig snýst starf í erlendum fréttum á Íslandi fyrst og fremst um það að vera sæmilegur í þýðingum. Sem getur skolast til. Eins og til dæmis þegar gerð var árás á Kennararáðuneytið í Bagdad fyrir ekki löngu. Stundum átta ég mig á þessum villum á meðan ég hlusta. Stundum er þetta greinilega illa unnið af fjölmiðlunum. Nefni ekki nokkur dæmi um slíkt, enda geri ég ráð fyrir að nóg sé af skotum frá samstarfsfólki viðkomandi. Finnst þetta samt bera vitni um metnaðarleysi.

Sem skortir ekki hjá BBC. BBC heldur úti stórum hópi útvarps og sjónvarpsstöðva. Tekst að vinna til verðlauna á sviði veflausna. Allt í krafti þess að vera fyrirtæki í almannaeigu með skýrt markmið um að vera fremst á sínu sviði. Þess vegna tel ég löngu vera kominn tími á að RÚV verði gefið sama rekstrarumhverfi og BBC. En það er ekki þess vegna sem ég vildi koma þessum línum niður á blað. Heldur vegna frábærs fréttapistils sem BBC sendi frá sér um daginn. Hann heitir From Out Own Correspondents og er einmitt samin af fréttariturum BBC. Fólki sem er á staðnum. Talar þess vegna öðruvísi en þeir sem flogið er inn á fimmtudegi og burtu aftur á mánudegi.

Í einum af þessum pistlum sem sendur var út nýlega er meðal annars verið að tala um ástandið í Írak. Líklega besta fréttaskýring sem ég hef heyrt. Þetta stríð sem við stóðum öll að. Hefur kostað 150.000 manns lífið (samkvæmt tölum Íraksstjórnar). Það er 50% Íslendinga. Eða 100 manns á dag. Til þess að fá hugmynd um hversu margir þetta eru. Þá má gefa þér smá hugmynd. Mannslíkaminn inniheldur u.þ.b. 5,6 lítra af blóði. Svona að meðaltali. Sundlaug sem væri lögleg Ólympískkeppnislaug tekur 630.000 lítra af vatni. Svo við erum að tala um rúmlega eina svoleiðis laug fulla af blóði (150.000 eru nær 800.000 lítrum). Þú hugsar um það næst þegar þú ferð í sund. Annars setti ég fréttarskýringuna inn á vefsvæðið mitt til að þú gætir hlustað eftir að BBC tekur þetta út af vefnum hjá sér. Fyrstu 18 mínúturnar eru hugsanlega það besta sem ég hef heyrt á árinu.

Ummæli

Vinsælar færslur