Gegn Nauðgunum

Þessi póstur gengur nú logandi ljósum um Netið. Ég vona að sem flestir mæti enda málefnið gott.

Kæri viðtakandi,
Vinsamlega áframsendu þessa beiðni til vina þinna, félaga og ættingja um að fjölmenna á kröfufund fyrir framan héraðsdómsstólana á Akureyri, Egilsstöðum, Ísafirði, Reykjavík og Selfossi laugardaginn 25.nóvember n.k. kl. 16.00.

Krafan er:
Þyngri dóma fyrir nauðganir. - Nýtið refsirammann!

Refsirammi laganna kveður á um að dómar fyrir nauðgun séu frá einu ári upp í 16 ára fangelsi. Flestir sakfellingardómar fyrir nauðgun eru við lægri mörk refsirammans. Við viljum sjá réttlátari og sanngjarnari dóma.

Áskorun um slíkt verður afhent allsherjarnefnd Alþingis á þriðjudag.

með kærri kveðju,
Kristín Ingvadóttir
Anna Kristine Magnúsdóttir

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Ég verð geðveikislega pirraður þegar ég hugsa til þess að refsingar eru þyngri fyrir Skjalafals en nauðganir.

Hvað gerðum við rangt þegar við kusum stjórnvöld?

Vinsælar færslur