Mig vantar lögfræðing

Það er nefnilega þannig að mér er að verða það ljóst að þetta mun taka einhvern tíma. Þetta vafstur mitt vegna gjaldtöku á innflutning á smávöru. Jafnframt hef ég ákveðið að útbúa mínar eigin tollskýrslur. Ævinlega á prenti. Þeim fylgir mestur kostnaður og vegna þess að verðmæti vöru er oftast svo lágt að ríkið er að fá inn fremur fáar krónur. Þá ætti að vera algjörlega kristaltært að ríkið greiðir með þjónustunni. En ég spara mér amk. 100 krónur og ef ég tæki heildarkostnaðinn - þá spara ég rúmlega 2500 krónur í hvert skipti. En ríkið tapar.

Þannig sendir ríkið mér alltaf póst með upplýsingum um greiðslu. Það kostar. Það þarf að skrá þetta inn í kerfi. Það kostar. Það þarf að eiga og reka skrifstofur. Það kostar. Það þarf að halda úti starfsfólki til þess að svara fyrirspurnum. Það kostar. Ég er nokkuð viss um að þegar öllu er á botninn hvolft. Þá muni vsk. fyrir bækur keyptar frá útlöndum ekki bera þennan kostnað. Líklega væri skynsemi í því að setja viðmið.

En fyrir þau ykkar sem teljið ykkur ekki geta gert tollskýrslu t.d. vegna Amazon bókasendingar þá er þetta í raun einfalt.

Tollskrár númer fyrir bækur er 4901.1009
Þær bera engan toll og eingöngu er greiddur vski.
Þú greiðir VSK ekki af verðmæti vöru. Heldur verðmæti + sendingarkostnaður

Ríkið sér þér ævinlega fyrir fullt af upplýsingum eins og t.d. í reit 9 þar sem þú setur inn talnaröð - sem þú getur alltaf þekkt á því að í henni er dagur, mánuður og ár - þetta er væntanlega eina talnaröðin sem inniheldur 2007 - ekki alveg 100% pottþétt en nægir alveg að nota. Þú gefur upp greitt verðmæti í samræmi við reikninginn frá Amazon. Þennan sem þeir setja utan á alla pakka og senda þér líka í tölvupósti.

Svo prentarðu út tölvupóstinn. Setur hann með skýrslunni. Gerir þér ferð og truflar starfsfólkið í tollinum sem er svakalega upptekið við að svara fyrirspurnum frá mér. Færð það til að taka við þínu máli og bara að muna að kvitta á réttum stöðum. Já, og lágmargsþyngd er 1 kg. Alveg óháð raunþyngd. Kerfið tekur ekki minna. Svo ég vona að þú fáir ekki samviskubit yfir því að stundaskjalafals. Þetta er eina leiðin til að fá tekið við skýrslunni. Svo kannski er þetta ekkert fals. Núll var víst heldur ekki til í Grikklandi til forna og kannski erum við bara ekki komin lengra...

Ummæli

Nafnlaus sagði…
voðalega langar mig ekki að standa í þessu.
Simmi sagði…
Ég er búinn að borga Íslandspósti of oft 450 krónur - langar til að gera eitthvað annað við þær krónur:-)

Vinsælar færslur