Kjarnorkuver á Vestfirðina
Þetta kann að hljóma eins og fásinna. En ég hef verið að ræða aðeins við verkfræðing um kjarnorkuver. Nýtingu kjarnorku í friðsömum tilgangi. Fyrir margt löngu síðan. Þá sat ég nefnilega ráðstefnu í Bandaríkjunum um orkunýtingu. Raunar var eitt af því sem um var rætt möguleikar á nýjum orkugjöfum. Á þessari ráðstefnu var merkilegur fyrirlesari. Einn af helstu sérfræðingum Bandaríkjanna í nýtingu á kjarnorku. Sem þá var kyrfilega komin á bannlista.
Þetta var nokkrum árum eftir Three Mile Island slysið í Pennsylvaníu og stuttu eftir Chernobyl. En það hefur ævinlega setið eftir í huga mér áhersla þessa ágæta manns á að skoða þyrfti hlutina í samhengi. Ef við vildum draga úr útblæstri CO2, þá ættum við ekki til aðra raunhæfa kosti en að nýta kjarnorku. Ekki nema við værum tilbúin til þess að draga verulega úr orkunýtingu okkar. Sem væri óraunhæft að tala um. Svo ef við ætlum í alvöru að gera eitthvað í málinu, þá þýðir ekkert annað en horfa til raunhæfra möguleika á því að framleiða orku án CO2 framleiðslu. Við eigum eitthvað eftir að vatnsafli til að virkja. En það er þó varla raunhæft að tala um að halda því áfram miklu lengur.
Við viljum ekki virkja Gullfoss, Dettifoss, Þjórsá, eða yfirleit nokkuð af því helsta sem eftir stendur. Frekar að halda þessu ósnortnu. Gufuvirkjanir eru heldur ekkert í uppáhaldi. Sundurskorinn Reykjaneshryggur og átapaður Geysir. Ég er ekki að sjá það verða of vinsælt. Svo þá er borðliggjandi að velta fyrir kjarnorku. Kjarnorka hefur kannski ekkert svaka góða ímynd. En það er samt fátt sem mælir gegn því að byggja slíkt kjarnorkuver á Vestfjörðunum.
Spáum aðeins í þetta. Uppbygging á kjarnorkuveri myndi skapa 1400 til 1800 störf á byggingartímanum og fara mest í 2800 störf. Þetta er klárlega verkefni sem myndi vega vel upp á móti töpuðum þorskkvóta. Þegar verið er komið í gang þá myndu skapast þarna 400-700 langtíma störf. Margfeldisáhrif myndu skapa 400 til 700 langtíma störf í næsta nágrenni. Þetta yrði líka gríðarleg lyftistöng fyrir framleiðendur á steypu, en það þarf 100 þúsund rúmmetra af steypu í eitt Kjarnorkuver og 66 þúsund tonn af stáli. Við erum líka að tala um að framleiðslukostnaður á þessari orku væri ekki nema rétt í kringum 1,7 cent fyrir kwh. Fjárfesting í kjarnorkuveri er á bilinu 3-4 milljarðar bandaríkjadollara, en til samanburðar má nefna að Kárahnjúkar kostuðu rétt um 1,7 milljarða. (heimild Nuclear Energy Institute)
Nú gæti einhver haft áhyggur af mengun. En hættan á henni er hverfandi. Sást best nú nýlega í Japan þar sem jarðskjálfti gekk yfir án þess að hafa teljandi áhrif. En samanborið við umhverfisáhrif annar orkugjafa eru umhverfisáhrif kjarnorkuframleiðslu hverfandi. Verið sjálft tekur lítið pláss. Við erum ekki að tala um ferlíki eins og Kárahnjúka eða þessar íslensku risastíflur. Nei, þetta eru frekar smá mannvirki í samburði við þau. Nútíma kjarnorkuver eru byggð þannig að það er ekkert til sem heitir single point of failure. Meira að segja útilokað að Chernobyl slys geti komið fyrir. Ef kjarninn myndi leka niður, þá er undirlag sem tekur við og sér til þess að ekkert gerist.
Kjarnorkuúrgangur er þægilegur í geymslu. Þú setur hann í gler. Stingur honum inn í fjall. Eða bara geymir. Helmingunartími fyrir versta úrganginn er dálítið langur, en í sjálfu sér ekki vandamál. Gler nefnilega heldur lögun sinni og geymslueiginleikum í fleiri hundruð ár. Úrgangurinn er nefnilega hreinlega bakaður inn í glerið. Svo það lekur ekkert. Tærist ekki upp. Er algjörlega stöðugt og mun verða það, jafnvel þó glerið brotni. Hugsanlega gæti það haft áhrif á ímynd okkar sem land óspilltrar náttúru og hreinlætis. En þegar horft er til þeirrar gríðarlegu tækifæra í atvinnusköpun sem þetta færir Vestfjörðunum, þá er ég ekki í vafa um að þarna liggja mikil tækifæri.
Orkuna mæti nýta til að framleiða Vetni. Sem við gætum flutt út eða notað innanlands. Sömuleiðis eru rífandi möguleikar í orkufrekum iðnaði eins og dæmin sanna.
Ef einhverjum finnst ég vera að bulla. Hugsið ykkur þá hversu góð hugmynd það er að setja niður olíuhreinsun á Vestfjörðunum.
Þetta var nokkrum árum eftir Three Mile Island slysið í Pennsylvaníu og stuttu eftir Chernobyl. En það hefur ævinlega setið eftir í huga mér áhersla þessa ágæta manns á að skoða þyrfti hlutina í samhengi. Ef við vildum draga úr útblæstri CO2, þá ættum við ekki til aðra raunhæfa kosti en að nýta kjarnorku. Ekki nema við værum tilbúin til þess að draga verulega úr orkunýtingu okkar. Sem væri óraunhæft að tala um. Svo ef við ætlum í alvöru að gera eitthvað í málinu, þá þýðir ekkert annað en horfa til raunhæfra möguleika á því að framleiða orku án CO2 framleiðslu. Við eigum eitthvað eftir að vatnsafli til að virkja. En það er þó varla raunhæft að tala um að halda því áfram miklu lengur.
Við viljum ekki virkja Gullfoss, Dettifoss, Þjórsá, eða yfirleit nokkuð af því helsta sem eftir stendur. Frekar að halda þessu ósnortnu. Gufuvirkjanir eru heldur ekkert í uppáhaldi. Sundurskorinn Reykjaneshryggur og átapaður Geysir. Ég er ekki að sjá það verða of vinsælt. Svo þá er borðliggjandi að velta fyrir kjarnorku. Kjarnorka hefur kannski ekkert svaka góða ímynd. En það er samt fátt sem mælir gegn því að byggja slíkt kjarnorkuver á Vestfjörðunum.
Spáum aðeins í þetta. Uppbygging á kjarnorkuveri myndi skapa 1400 til 1800 störf á byggingartímanum og fara mest í 2800 störf. Þetta er klárlega verkefni sem myndi vega vel upp á móti töpuðum þorskkvóta. Þegar verið er komið í gang þá myndu skapast þarna 400-700 langtíma störf. Margfeldisáhrif myndu skapa 400 til 700 langtíma störf í næsta nágrenni. Þetta yrði líka gríðarleg lyftistöng fyrir framleiðendur á steypu, en það þarf 100 þúsund rúmmetra af steypu í eitt Kjarnorkuver og 66 þúsund tonn af stáli. Við erum líka að tala um að framleiðslukostnaður á þessari orku væri ekki nema rétt í kringum 1,7 cent fyrir kwh. Fjárfesting í kjarnorkuveri er á bilinu 3-4 milljarðar bandaríkjadollara, en til samanburðar má nefna að Kárahnjúkar kostuðu rétt um 1,7 milljarða. (heimild Nuclear Energy Institute)
Nú gæti einhver haft áhyggur af mengun. En hættan á henni er hverfandi. Sást best nú nýlega í Japan þar sem jarðskjálfti gekk yfir án þess að hafa teljandi áhrif. En samanborið við umhverfisáhrif annar orkugjafa eru umhverfisáhrif kjarnorkuframleiðslu hverfandi. Verið sjálft tekur lítið pláss. Við erum ekki að tala um ferlíki eins og Kárahnjúka eða þessar íslensku risastíflur. Nei, þetta eru frekar smá mannvirki í samburði við þau. Nútíma kjarnorkuver eru byggð þannig að það er ekkert til sem heitir single point of failure. Meira að segja útilokað að Chernobyl slys geti komið fyrir. Ef kjarninn myndi leka niður, þá er undirlag sem tekur við og sér til þess að ekkert gerist.
Kjarnorkuúrgangur er þægilegur í geymslu. Þú setur hann í gler. Stingur honum inn í fjall. Eða bara geymir. Helmingunartími fyrir versta úrganginn er dálítið langur, en í sjálfu sér ekki vandamál. Gler nefnilega heldur lögun sinni og geymslueiginleikum í fleiri hundruð ár. Úrgangurinn er nefnilega hreinlega bakaður inn í glerið. Svo það lekur ekkert. Tærist ekki upp. Er algjörlega stöðugt og mun verða það, jafnvel þó glerið brotni. Hugsanlega gæti það haft áhrif á ímynd okkar sem land óspilltrar náttúru og hreinlætis. En þegar horft er til þeirrar gríðarlegu tækifæra í atvinnusköpun sem þetta færir Vestfjörðunum, þá er ég ekki í vafa um að þarna liggja mikil tækifæri.
Orkuna mæti nýta til að framleiða Vetni. Sem við gætum flutt út eða notað innanlands. Sömuleiðis eru rífandi möguleikar í orkufrekum iðnaði eins og dæmin sanna.
Ef einhverjum finnst ég vera að bulla. Hugsið ykkur þá hversu góð hugmynd það er að setja niður olíuhreinsun á Vestfjörðunum.
Ummæli