Áframhaldandi hörmungar í innflutningi
Ég hef haft það fyrir reglu að nafngreina ekki fólk hér. Í dag er mér skapi næst að brjóta þessa reglu. Vegna þess að mér var sýndur dónaskapur. Sá sem það gerði ætti skilið að vera nafngreindur hér fyrir neðan. En ég ætla ekki að detta alveg niður á það plan. Slíkt getur verið meiðandi og óþarfi opinberlega. En ég ætla samt að segja ykkur frá þessu.
Stundum verð ég alveg ótrúlega reiður. Það kom fyrir mig í dag. Mér finnst það ekkert endilega skemmtilegt. Það versta er að þetta gerist oftast í samskiptum mínum við Íslandspóst. Ennþá verra finnst mér þó að sumt starfsfólk þessa fyrirbæris. Virðist ekki hafa snefil af þjónustulund. Í það minnsta ekki starfsmaður í Póstmiðstöð. Sem gerði sér lítið fyrir og skellti einfaldlega á mig í miðju samtali okkar í dag. Þetta kalla ég ruddaskap og dónaskap. Vel má vera að ég hafi verið leiðinlegur og erfiður viðskiptavinur. En það breytir því ekki að ég var að leggja fram eðlilega kvörtun. Ég var nefnilega að sækja lítinn pakka. Sem mér hafði verið gert að útbúa tollskýrslu fyrir. Skila henni með gögnum í til Tollsins. Greitt af henni öll opinber gjöld. Allt án þess að Íslandspóstur kæmi þar nærri. En fyrirtækið heimtaði samt af mér tollmeðferðargjald. Reyndi að ljúga mér að þetta væri sett á af tollinum. Varð síðan að viðurkenna að þetta væri ekki þess vegna. Reyndi síðan að segja mér að þetta væri vegna þess að þetta væri svo mikið umstang fyrir fyrirtækið. En það er dýrara að setja þennan pakka fyrir mig í „tollmeðferð“, en koma samskonar pakka í hendur viðtakanda á Akureyri. Þess vegna er mér er ekki sama um þetta. Mótmælti þessu hástöfum. Mér er það með öllu óskiljanlegt hvers vegna þetta fyrirtæki leggur á tollmeðferðargjald á vörur sem ekki hafa fengið aðra meðferð hjá fyrirtækinu en þá að vera flokkaðar sem tollskyldar. Get ekki séð að það sé mikið nýtt umstang sem hlýst af slíku, sem ekki gerist við venjulegar sendingar. Sérstaklega þegar mínar sendingar hafa auk þess svo lágt verðmæti að þetta jafngildir margföldun á innkaupsverði. Til gamans þá má bera þetta íslenska fyrirkomulag við það sem ríkir í Bretlandi.
HM Revenue & Customs
Þar er greinilega skilningur á mikilvægi þess að smá innflytjendur þurfi ekki að lenda í svona bulli eins og ég. Ef ég hefði búið í Bretlandi hefði ég greinilega ekki þurft að greiða neina tolla, skatta eða önnur gjöld. Ekki þurft að fylla út tollskýrslu eða gera mér ferð í tollinn til að skila henni inn. Það hefði einfaldlega verið nóg fyrir mig að sýna fram á að verðmæti/innkaupsverð vöru væri lægra en þarna er gert ráð fyrir. Sem í mínu tilfelli hefði verið vel innan þess ramma sem Bresk yfirvöld gera ráð fyrir. Það er líka athyglisvert að í Bretlandi – ef marka má upplýsingar af vef Royal Mail sér fyrirtækið um svipaða innheimtu á gjöldum – þeas. „The only time you'll ever have to pay to receive mail is if your mail has come from overseas and there’s a Customs charge to pay or if the person sending it hasn't paid any, or enough postage.” En og aftur hefði ég viljað búa í Bretlandi. Þar hefði ég ekki þurft að hafa minnstu áhyggjur. Þetta fyrirkomulag hér heima er því í mínum huga ekkert annað en ófyrirleitin aðferð einkafyrirtækis við að skapa sér tekjur. Tekjur sem það nær sér í, í krafti þess að koma fram fyrir hönd hins opinbera og virðist í mínum huga ganga þvert gegn öllu því sem teljast verður eðlileg og hófleg gjaldtaka.
Stundum verð ég alveg ótrúlega reiður. Það kom fyrir mig í dag. Mér finnst það ekkert endilega skemmtilegt. Það versta er að þetta gerist oftast í samskiptum mínum við Íslandspóst. Ennþá verra finnst mér þó að sumt starfsfólk þessa fyrirbæris. Virðist ekki hafa snefil af þjónustulund. Í það minnsta ekki starfsmaður í Póstmiðstöð. Sem gerði sér lítið fyrir og skellti einfaldlega á mig í miðju samtali okkar í dag. Þetta kalla ég ruddaskap og dónaskap. Vel má vera að ég hafi verið leiðinlegur og erfiður viðskiptavinur. En það breytir því ekki að ég var að leggja fram eðlilega kvörtun. Ég var nefnilega að sækja lítinn pakka. Sem mér hafði verið gert að útbúa tollskýrslu fyrir. Skila henni með gögnum í til Tollsins. Greitt af henni öll opinber gjöld. Allt án þess að Íslandspóstur kæmi þar nærri. En fyrirtækið heimtaði samt af mér tollmeðferðargjald. Reyndi að ljúga mér að þetta væri sett á af tollinum. Varð síðan að viðurkenna að þetta væri ekki þess vegna. Reyndi síðan að segja mér að þetta væri vegna þess að þetta væri svo mikið umstang fyrir fyrirtækið. En það er dýrara að setja þennan pakka fyrir mig í „tollmeðferð“, en koma samskonar pakka í hendur viðtakanda á Akureyri. Þess vegna er mér er ekki sama um þetta. Mótmælti þessu hástöfum. Mér er það með öllu óskiljanlegt hvers vegna þetta fyrirtæki leggur á tollmeðferðargjald á vörur sem ekki hafa fengið aðra meðferð hjá fyrirtækinu en þá að vera flokkaðar sem tollskyldar. Get ekki séð að það sé mikið nýtt umstang sem hlýst af slíku, sem ekki gerist við venjulegar sendingar. Sérstaklega þegar mínar sendingar hafa auk þess svo lágt verðmæti að þetta jafngildir margföldun á innkaupsverði. Til gamans þá má bera þetta íslenska fyrirkomulag við það sem ríkir í Bretlandi.
2.3 Are import duties and import VAT always payable?
No. Customs duty is waived if the amount is less than £7.
Excise duty is not payable on gifts of tobacco and alcohol unless the quantitative limits set out in paragraph 2.5 are exceeded.
Import VAT is not payable on:
commercial consignments eg goods purchased over the internet with an intrinsic value not exceeding £18, but this does not include alcohol, tobacco products, perfume or toilet waters
gifts, excluding alcohol, tobacco, perfumes and toilet waters, with a value not exceeding £36 and which comply with the rules shown in paragraph 2.4
gifts of alcohol, tobacco, perfumes and toilet waters that are within the quantitative allowances detailed in paragraphs 2.5 and 2.6.
There are a number of other circumstances where relief from some or all customs charges may be available. If you think your goods may be eligible for a relief you should contact the National Advice Service for further information.
HM Revenue & Customs
Þar er greinilega skilningur á mikilvægi þess að smá innflytjendur þurfi ekki að lenda í svona bulli eins og ég. Ef ég hefði búið í Bretlandi hefði ég greinilega ekki þurft að greiða neina tolla, skatta eða önnur gjöld. Ekki þurft að fylla út tollskýrslu eða gera mér ferð í tollinn til að skila henni inn. Það hefði einfaldlega verið nóg fyrir mig að sýna fram á að verðmæti/innkaupsverð vöru væri lægra en þarna er gert ráð fyrir. Sem í mínu tilfelli hefði verið vel innan þess ramma sem Bresk yfirvöld gera ráð fyrir. Það er líka athyglisvert að í Bretlandi – ef marka má upplýsingar af vef Royal Mail sér fyrirtækið um svipaða innheimtu á gjöldum – þeas. „The only time you'll ever have to pay to receive mail is if your mail has come from overseas and there’s a Customs charge to pay or if the person sending it hasn't paid any, or enough postage.” En og aftur hefði ég viljað búa í Bretlandi. Þar hefði ég ekki þurft að hafa minnstu áhyggjur. Þetta fyrirkomulag hér heima er því í mínum huga ekkert annað en ófyrirleitin aðferð einkafyrirtækis við að skapa sér tekjur. Tekjur sem það nær sér í, í krafti þess að koma fram fyrir hönd hins opinbera og virðist í mínum huga ganga þvert gegn öllu því sem teljast verður eðlileg og hófleg gjaldtaka.
Ummæli