Magnað hvað þetta kallaðist á í dag

Um daginn var ég í London og heimsótti South Bank Center. Sem mér finnst falleg bygging. Svona módernísk. Í dag var ég á Kjarvalstöðum og uppgötvaði að það er samhljómur þarna á milli. Þrátt fyrir að Kjarvalstaðir séu fínlegri og miklu opnari bygging. Þá er samt samhljómur. Gróf steypa og kopar sem er að veðrast. Módernisminn sem er svo greinilegur í báðum húsum. Fannst þetta samt skemmtilegt.

Annars var tilefni heimsóknar minnar að kíkja á Kviku. Kynningu á íslenskri hönnun. Sumt hafði ég séð í fyrra á Rjóma. Annað var nýtt. Fannst til að mynda ljósrofar sem voru sýndir þarna frábærir. Skemmtilegar hugmyndir í notkun á ljósum. Flott kökuform sem unnin voru upp úr gömlum járnsmíðaformum í Berlín. Fiskamódelin. Ferlega skemmtileg hugmynd að ofni sem skipti um liti eftir hita. Sýningin er til 18. ágúst og þið verðið að kíkja.

Sumt af þessu mátti kaupa. Ég fjárfesti í bol í dós handa litla frænda. Fannst það skemmtileg hugmynd. En mjög margt af þessu er samt bara á hugmyndastiginu. Sem mér finnst ægilega sorglegt. Þetta er nefnilega flest allt fínt. Sá hluti sem ég væri alveg til í að eiga. Flott fatahengi. Sniðug teppi.

Ég veit ekki hvort ég hef nefnt það. En ég er alveg á því. Að hönnun og þessar skapandi listir. Séu að verða miklu mun mikilvægari en þær hafa nokkru sinni verið. Málið er nefnilega að það er orðið afskaplega fátt sem ekki er sæmilega vel smíðað. Tæknin er slík að það er erfitt að búa til vonda hluti. Þá fara þessir þættir að skipta meira máli. Góð hönnun er nefnilega góð fyrir lífið.

Ummæli

Vinsælar færslur