Engin tollur, en samt sett í tollameðferð

Íslandspóstur er uppáhalds fyrirtækið mitt þessa dagana. Þar á bæ hafa menn nefnilega fundið sér nýja tekjustofna og á meðan afgangurinn af Evrópu flytur vörur hindrunarlaust milli landa, þá búum við hér en við kerfi sem er líklegast arfleið frá þeim tíma þegar hér voru innflutningshöft og hindranir taldar í þágu almennings. En síðan hefur líklega eitthvað vatn runnið til sjávar. Nóg finnst mér um þegar sannarlega tollskyldar vörur lenda í tollameðferð, en nú þegar slíkt hefur verið fellt niður og bókum og virðisaukaskattur auk þess lækkaður. Þá kom ofurgjöld Íslandspóst í ljós með alveg nýjum þunga. Í morgunn sótti ég 2 bækur. Virðisaukaskattur upp á 165 krónur. 450 króna tollmeðferðargjald hjá Íslandspósti. Samt var engin tollur á vörunni.

Þessi bókasending kom frá Amazon. Sem kann sitt fag. Hafði sett greinar góða tollskýrslu utan á pakkan. Virði og sendingarkostnaður. Þetta hefði flest fullorðið fólk með sæmilega sjón og þokkaleg gleraugu geta séð. En ekki starfsfólkið hjá Tollpóststofunni. Það sá ástæðu til þess að senda mér bréf. Hægja aðeins á afhendingu. Svo ákvað það að fyrst ég væri búinn að senda inn einn reikning. Þá væri þetta bara allt í góðu með að senda mér annan. Þar er á ferðinni bók – sem ég greiddi heilar 0,35 GBP fyrir, en með sendingarkostnaði verður þetta 8,50 GBP – þetta verður áræðanlega vel yfir 500 krónur sem ég greiði Íslandspósti og hinu opinbera fyrir hlut sem hefur sannarlega 0,35 GBP kaupvirði. Mér er farið að líða svolítið eins og þessum sem Kafka skrifaði stundum um. Það furðulega í þessu er að Íslandspóstur ber út tímarit erlendis frá, án þess að þau fari í sömu tollmeðferð. Það skildi þó aldrei vera að einhverjum langi ekki til að útskýra afhverju smávara með lítið verðmæti sé að lenda í tollmeðferð?

Ég held að einhver hjá Íslandspóst ætti að leggja til eftirfarandi vinnureglu:

Ef verðmæti vöru er svo lágt að opinber gjöld eru lægri en nemur tollmeðferðargjaldi okkar, þá fellur tollmeðferðargjaldið niður.


En kannski er það bara til of mikils mælst. Þetta er nú einu sinni hlutafélagsvædd ríkiseinokun.

Ummæli

Vinsælar færslur