Það er betra að gefa....

Það virðist vera óskaplega vinsælt að slá sig til riddara í gegnum hjálparstarf þessa dagana. Ég er að sjá ný og ný samtök koma fram. Ætlunin að styðja við bakið á einhverjum. Gefa eitthvað. En ég sé lítið talað um árangur. Þetta er svona svolítið eins og meðferðarheimilin. Allir til í að styðja, en færri sem spyrja um árangur. Þetta finnst mér svolítið skrítið.

Málið er nefnilega. Að þeir sem best til þekkja. Segja að stundum sé þessi svokallaða hjálp. Verri en engin. Matargjafir geri kaupmenn á staðnum gjaldþrota. Sömuleiðis bændur sem eigi ekki nokkra möguleika á því að bjóða betur en ókeypis. Sömuleiðis fylgi þessu oft hræðileg spilling. Það sé hreint ekki það fólk sem mest þurfi á þessu að halda sem njóti þess. Fötin sem þú gefir, endi alltaf á markaðinum til sölu. Hvernig sem á því standi. Fjáraustur endi í vösum embættismanna. Sú aðstoð sem sé boðin sé heldur ekki sú sem þetta fólk þurfi á að halda. Eins og einhver benti á. Það væri til lítils að senda þurrmat. Þar sem skortur sé á vatni. Eða bjóða fólki sem vant er að elda hrísgrjón upp á hveiti.

Svo ég er svolítið efins um þetta allt saman. Fyrir utan að það er ekki endilega alltaf þannig að það sem til þessara samtaka er lagt. Endi ekki ofan vösum þeirra sem að þeim standa. Auðvitað líður okkur eflaust betur. Svona þegar við höfum friðað samviskuna aðeins. Gefið til „fátæka fólksins“ eða „stríðshrjáðu barnanna“. En gleymum því að þetta snýst ekki um ölmusu. Það er ekki það sem þetta fólk vantar. Ég bendi á tvennt sem raunverulega getur hjálpað. Frjáls innflutningur á vörum frá þessum löndum. Þar með taldar landbúnaðarvörur. Ekkert styður við bakið á þróun í þessum löndum eins og það að markaður sé fyrir framleiðslu þeirra. Bein framlög í gegnum micro financing. Einhver sagði mér um daginn að í NATO sé miðað við að 3% af þjóðarframleiðslu fari til hermála. Hvers vegna ekki að halda úti micro financing stofnunum og leggja fram eins og 1% til sjóðsins. Setja í leiðinni skilmála um það að rekstur sjóðsins yrði að koma í gegnum frjáls framlög.

Ummæli

Vinsælar færslur