Lasy hazy Sunday
Við erum netvæddasta þjóð í heimi. Þetta hef ég verið að sjá nefnt á fleiri en einum stað. Hér búa fleiri fjölskyldur við háhraðatengingar en á flestum öðrum byggðum bólum. Fjöldi netbeina er líka meiri en á flestum öðrum stöðum. Með þessari
netvæðingu hefur einangrun okkar rofnað. Ég les til dæmis á hverjum degi fjölmiðla beggja vegna Atlantshafsins. New York Times, BBC News, The Moscow Times eru fjölmiðlar sem ég heimsæki reglulega. Þetta er fyrir utan allt annað efni sem ég skoða á vefnum. Sem er fjölbreytt.
Fyrir nokkru síðan þá uppgötvaði ég fyrirbæri sem heitir RSS. Stendur fyrir Real Simple Syndication og er einskonar áskriftarleið fyrir Netið. Flestir nútíma vafrar bjóða upp á stuðning við þetta. En ég er ekki viss um að margir hér séu að nýta sér þetta. En fyrir mér er þetta eitt það sniðugasta á vefnum. Hér áður og fyrr hefði þetta nefnilega þýtt heimsóknir á marga staði. Svona til að fá yfirlit helstu frétta. En núna nota ég Pageflakes.
Vandamálið er nefnilega að eftir því sem stöðunum fjölgar sem ég heimsæki. Því erfiðara verður fyrir mig að muna eftir því að líta við. Þeir hafa líka ólíkan tilgang. Sumt er skemmtun. Annað eru fréttamiðlar. Enn aðrir tengjast tímabundnum áhugamálum. En núna flokka ég þetta niður í Pageflakes í síður. Svo á skömmum tíma get ég kíkt við og skoðað það helsta. Þetta kemur sér vel fyrir mig. Því ég er endalaust forvitinn. En vantar bara nokkra klukkutíma í sólarhringinn til að sinna því öllu.
Annars er ég búinn að vera hlusta á A Short History Of Nearly Everything eftir Bill Bryson. Þetta er frábær bók. Hafi eitthvað orðið til þess að kveikja áhuga minn á raunvísindum, þá er það þessi bók. Því sagan í kringum uppgötvanir okkar á þessu sviði er áhugaverð. Svona sögu hefði ég viljað læra áður en ég var farinn að staðfesta lögmál Newtons í menntaskóla. Ég tala svo sem bara fyrir sjálfan mig. En ég er ekki frá því að ég sé að læra meira um þetta núna, en ég gerði í kynningartímum í raunvísindum fyrir okkur sem voru í félagsvísindunum. Allir þeir tímar gerðu minna fyrir áhuga minn á fræðunum en þessi einstaklega skemmtilega og velskrifaða bók. Ég hef til að mynda komist að því hvað quantum er.
Það merkilega við þessa bók er að hún er stafræn. Fæst á audible.com fyrir 18,17 USD. Eða sem samsvarar um 1.120 íslenskum krónum. Raunar enn lægri upphæð ef þú ert félagi í Audible klúbbnum. Það þýðir að ég er að nota hljóðtækið mitt til þess að hlusta á þessa bók. Með því móti kemst ég hjá því að greiða Íslandspósti tollmeðferðargjald sem hefði lagst ofan á prentuðu útgáfuna. En þessa bók má finna á Ebay fyrir 1 pund (124 krónur). Ef ég hefði ákveðið að fjárfesta þar þá hefði lagst ofan á sendingarkostnaður sem er á bilinu 5-7 pund eða 744 krónur. Síðan hefði íslenska ríkið lagt á þetta VSK 7,4% og kostnaður minn þá kominn í 932 krónur, en vsk er reiknað út frá verðmæti plús sendingarkostnaði samkvæmt reikning. Í þessu dæmi hefði íslenska ríkið haft 64 krónur út úr þessum viðskiptum mínum, en eins og er þá er það að fá 0 krónur. En vegna þess að Íslandspóstur (fyrir hönd ríkisins) ákveður að leggja sérstakt gjald ofan á tollskyldar sendingar, þá er þetta ekki nokkur spurning. Því þegar 350 krónur leggjast ofan á 932 kónur þá er heildarkostnaður orðin 1282. Ég spara mér því fyrir litlum ís með dýfu í bestu ísbúð landsins og engin á Íslandi nýtur góðs af þessum viðskiptum mínum, jú nema viðskiptabankinn minn. Því kreditkortaviðskiptin þau fara þar í gegn. Ég versla samt ennþá á Amazon, því ekki er allt til sem hljóðbækur.
Ef bresku reglurnar um tollmeðferð væru í gildi. Þá hefði ég gengið frá viðskiptunum á Ebay. Ekki nokkur spurning. En kannski er þetta bara hluti í umhverfisstefnu. Því vissulega mun ruslið sem fylgir rafrænu útgáfunni vera mun minna.
Annars er þessi helgi að slá öll mín fyrri leti met. Nema hvað föstudagurinn var skemmtilegur. Þá fór ég nefnilega í matarboð vestur í 107. Hef áður notið þar veitinga og var ekki illa svikin á föstudaginn. Það fór líka vel um okkur. Nóg af mat og líklega alltof mikið af drykk. En það var fjör á okkur fram eftir nóttu. Greinilega líka stuð á fleirum þetta kvöld. Því bæði var skálað í næsta nágrenni og í hvert skipti sem ég steig út á svalir fannst mér ég sjá fólk á leið út á lífið. Ég kom hins vegar ekkert við í 101 þessa helgina. Kannski vegna þess að mér fannst engin ástæða til. Líka hitt að ég vil vera í stuði eftir fríið. Það hefur stundum skort, en þó mér finnist alveg stórkostlegt að njóta þess að vera í fríi, þá langar mig bara aftur í vinnu. Kannski það sé vegna þess að frí eiga að vera örlítið lengri. Ein vika er bara svona rétt eins og að smakka á forrétt, en komast aldrei í aðalréttinn.
netvæðingu hefur einangrun okkar rofnað. Ég les til dæmis á hverjum degi fjölmiðla beggja vegna Atlantshafsins. New York Times, BBC News, The Moscow Times eru fjölmiðlar sem ég heimsæki reglulega. Þetta er fyrir utan allt annað efni sem ég skoða á vefnum. Sem er fjölbreytt.
Fyrir nokkru síðan þá uppgötvaði ég fyrirbæri sem heitir RSS. Stendur fyrir Real Simple Syndication og er einskonar áskriftarleið fyrir Netið. Flestir nútíma vafrar bjóða upp á stuðning við þetta. En ég er ekki viss um að margir hér séu að nýta sér þetta. En fyrir mér er þetta eitt það sniðugasta á vefnum. Hér áður og fyrr hefði þetta nefnilega þýtt heimsóknir á marga staði. Svona til að fá yfirlit helstu frétta. En núna nota ég Pageflakes.
Vandamálið er nefnilega að eftir því sem stöðunum fjölgar sem ég heimsæki. Því erfiðara verður fyrir mig að muna eftir því að líta við. Þeir hafa líka ólíkan tilgang. Sumt er skemmtun. Annað eru fréttamiðlar. Enn aðrir tengjast tímabundnum áhugamálum. En núna flokka ég þetta niður í Pageflakes í síður. Svo á skömmum tíma get ég kíkt við og skoðað það helsta. Þetta kemur sér vel fyrir mig. Því ég er endalaust forvitinn. En vantar bara nokkra klukkutíma í sólarhringinn til að sinna því öllu.
Annars er ég búinn að vera hlusta á A Short History Of Nearly Everything eftir Bill Bryson. Þetta er frábær bók. Hafi eitthvað orðið til þess að kveikja áhuga minn á raunvísindum, þá er það þessi bók. Því sagan í kringum uppgötvanir okkar á þessu sviði er áhugaverð. Svona sögu hefði ég viljað læra áður en ég var farinn að staðfesta lögmál Newtons í menntaskóla. Ég tala svo sem bara fyrir sjálfan mig. En ég er ekki frá því að ég sé að læra meira um þetta núna, en ég gerði í kynningartímum í raunvísindum fyrir okkur sem voru í félagsvísindunum. Allir þeir tímar gerðu minna fyrir áhuga minn á fræðunum en þessi einstaklega skemmtilega og velskrifaða bók. Ég hef til að mynda komist að því hvað quantum er.
Það merkilega við þessa bók er að hún er stafræn. Fæst á audible.com fyrir 18,17 USD. Eða sem samsvarar um 1.120 íslenskum krónum. Raunar enn lægri upphæð ef þú ert félagi í Audible klúbbnum. Það þýðir að ég er að nota hljóðtækið mitt til þess að hlusta á þessa bók. Með því móti kemst ég hjá því að greiða Íslandspósti tollmeðferðargjald sem hefði lagst ofan á prentuðu útgáfuna. En þessa bók má finna á Ebay fyrir 1 pund (124 krónur). Ef ég hefði ákveðið að fjárfesta þar þá hefði lagst ofan á sendingarkostnaður sem er á bilinu 5-7 pund eða 744 krónur. Síðan hefði íslenska ríkið lagt á þetta VSK 7,4% og kostnaður minn þá kominn í 932 krónur, en vsk er reiknað út frá verðmæti plús sendingarkostnaði samkvæmt reikning. Í þessu dæmi hefði íslenska ríkið haft 64 krónur út úr þessum viðskiptum mínum, en eins og er þá er það að fá 0 krónur. En vegna þess að Íslandspóstur (fyrir hönd ríkisins) ákveður að leggja sérstakt gjald ofan á tollskyldar sendingar, þá er þetta ekki nokkur spurning. Því þegar 350 krónur leggjast ofan á 932 kónur þá er heildarkostnaður orðin 1282. Ég spara mér því fyrir litlum ís með dýfu í bestu ísbúð landsins og engin á Íslandi nýtur góðs af þessum viðskiptum mínum, jú nema viðskiptabankinn minn. Því kreditkortaviðskiptin þau fara þar í gegn. Ég versla samt ennþá á Amazon, því ekki er allt til sem hljóðbækur.
Ef bresku reglurnar um tollmeðferð væru í gildi. Þá hefði ég gengið frá viðskiptunum á Ebay. Ekki nokkur spurning. En kannski er þetta bara hluti í umhverfisstefnu. Því vissulega mun ruslið sem fylgir rafrænu útgáfunni vera mun minna.
Annars er þessi helgi að slá öll mín fyrri leti met. Nema hvað föstudagurinn var skemmtilegur. Þá fór ég nefnilega í matarboð vestur í 107. Hef áður notið þar veitinga og var ekki illa svikin á föstudaginn. Það fór líka vel um okkur. Nóg af mat og líklega alltof mikið af drykk. En það var fjör á okkur fram eftir nóttu. Greinilega líka stuð á fleirum þetta kvöld. Því bæði var skálað í næsta nágrenni og í hvert skipti sem ég steig út á svalir fannst mér ég sjá fólk á leið út á lífið. Ég kom hins vegar ekkert við í 101 þessa helgina. Kannski vegna þess að mér fannst engin ástæða til. Líka hitt að ég vil vera í stuði eftir fríið. Það hefur stundum skort, en þó mér finnist alveg stórkostlegt að njóta þess að vera í fríi, þá langar mig bara aftur í vinnu. Kannski það sé vegna þess að frí eiga að vera örlítið lengri. Ein vika er bara svona rétt eins og að smakka á forrétt, en komast aldrei í aðalréttinn.
Ummæli