Dýr ósiður (eða gleymska)
Ég hef einn mjög slæman ósið. Mér hættir til að ganga út af heimili mínu án þess að taka með mér lykla. Þetta er frekar óskemmtilegt og líka fjandi dýrt. En ég er með lyklasmið í símaskránni. Svo yfirleit er þetta bara símtal og bið. Núna í morgunn tókst mér þetta einu sinni enn. Var ekki með bíllykla eða húslykla í vasanum eftir að hafa skellt á eftir mér hurðinni. Svo dagurinn tók alveg nýja stefnu.
En í þetta skipti er ég nokkuð sáttari en oftast áður. Því þó ég sé strand. Þá er ég nefnilega tengdur. Þráðlausa netið mitt nær út fyrir dyrnar og ég get þess vegna setið hér og skrifað þessar línur. Skoðað tölvupóstinn minn. Spjallað við vinnufélaga og vini í gegnum spjallforritið, er í símasambandi svo þetta gæti verið verra. Aðstaðan kannski ekki til fyrirmyndar. En núna klukkutíma eftir að ég hafði fyrst samband. Þá hef ég þó eitthvað aðeins að gera á meðan ég býð eftir björgun.
Annars er rigning í dag. Skrítið að hafa upplifað svona langt tímabil á Íslandi þar sem var þurrt. Nú verður allt grænt aftur. Skemmtilegt.
En í þetta skipti er ég nokkuð sáttari en oftast áður. Því þó ég sé strand. Þá er ég nefnilega tengdur. Þráðlausa netið mitt nær út fyrir dyrnar og ég get þess vegna setið hér og skrifað þessar línur. Skoðað tölvupóstinn minn. Spjallað við vinnufélaga og vini í gegnum spjallforritið, er í símasambandi svo þetta gæti verið verra. Aðstaðan kannski ekki til fyrirmyndar. En núna klukkutíma eftir að ég hafði fyrst samband. Þá hef ég þó eitthvað aðeins að gera á meðan ég býð eftir björgun.
Annars er rigning í dag. Skrítið að hafa upplifað svona langt tímabil á Íslandi þar sem var þurrt. Nú verður allt grænt aftur. Skemmtilegt.
Ummæli