Skrítin ævintýri

Svona inn á milli rifjast upp fyrir mér skrítnar sögur sem ég hef lesið. Um ævintýraheima sem hvergi eru til. Eitthvað sem ég hef haft gaman af því að lesa. Sem er raunar orðið heilmikið á þessum tíma frá því að mér tókst með herkjum að læra að lesa. Sumt af því hefur setið eftir. Annað gleymst. Verið frekar ómerkilegt. Það er samt merkilegt til þess að hugsa. Í kvöld rifjaðist til dæmis upp fyrir mér að ég las sögur eftir Angelu Carter. Sem er ekki víst að fólk hafi hugmynd um hver er. Eða öllu heldur var. Því hún lést árið 1992. En hún var skemmtilegur rithöfundur. Finnst mér. Skrifar ekki fleiri bækur samt. Sögurnar sem mér fundust skemmtilegastar voru svona endursagnir á klassískum ævintýrum. Sem voru gefnar út í bók sem heitir The Bloody Chamber.

Held það sé haustið sem vekur upp þessa ævintýraþrá mína. Haustið er þessi klassíski tími ævintýranna. Í það minnsta í mínum huga. Vindurinn lætur aftur í sér heyra. Regnið verður kaldara. Laufblöðin falla. Raunar hefur mér ævinlega fundist stutt á milli ævintýranna og hryllingssögunnar. Enda hafa fjölmargir höfundar nýtt sér þetta. Raunar komst ég að því að í Bandaríkjunum að þar er hefð fyrir þessum skrifum. Rithöfundar eins og Edgar Allan Poe og Nathaniel Hawthorne. Eru taldir meðal helstu skálda landsins. Kannski af því að hefðin er styttri. Þá njóta þessar sögur meiri virðingar þar.

En ég er eitthvað dapur þessa dagana. Tengi það við árstíðina. Held einmitt að þessi ævintýri, þjóðsögur, draugasögur, hryllingssögur eða hvað við viljum nefna þær. Séu afkvæmi af depurð. Ég finn nefnilega að góð saga léttir mér lífið. Held að okkur finnist líka afskaplega notalegt að vita af því að hlutskipti okkar sé ekki svo slæmt. Það er ekki eins og ég sé týndur í skóginum. Eða um það bil að verða breytt í saltstólpa. Eða með dreka á eftir mér. Þó ég viti svo sem ekki með bölvunina. Þær geta verið svo margar. En núna vantar mig eitthvað til þess að lyfta mér upp. Veðurspá lofar góðu. En ætli ég eigi nokkuð eftir að geta villst. Ekki ef það verður glampandi sól.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
ég skil haustblúsinn vel...þetta er ljúfsár tími. hér kemur algerlega gagnslaust pikkmíöpp: upp með húmorinn!

(svo eru líka góðir brandarar á baksíðu Andrésarblaðanna)

Vinsælar færslur