Ég veit best

Í dag tók ég þátt í ráðstefnu Skýrslutækni Félagsins eða Ský. Sýnir best hversu gamalt þetta félag er þetta dásamlega nafn. En ég er þar í faghópi um vefmál. Enda málið mér tengt. Verið að vafra á Netinu ótrúlega lengi. Nógu lengi til að muna eftir Mosaic. Sýnir vel hversu gamall ég er orðinn. En í dag hélt ég erindi ásamt henni Áslaugu hjá Sjá. Við viljum endilega berjast svolítið fyrir því að vefstjórar taki upp fagleg vinnubrögð.

Það var bara nokkuð góð mæting. Markaðstjórinn hjá Icelandair var með fyrsta erindið. Stutt og hnitmiðað. Svo tóku Áslaug og ég við. Fínt að við höfðum rúman tíma. Þurftum á honum öllum að halda. Þú getur náð þér í kynninguna okkar. Þarft að hafa aðgang að PowerPoint eða OpenOffice til að geta skoðað þessa skrá. Nafnið á færslunni vísar síðan í fína kynningu frá vefstjóra Símans. Hún ræddi vítt og breytt um það hver hlutverk okkar eru. Sem stýrast, þegar öllu er á botninn hvolft, af viðskiptavinum. Svo fengum við frábæra ROI kynningu sem ég ætla mér að nýta í uppeldisstarfinu. Góður og faglegur dagur í dag.

Er annars svo hroðalega á haus í vinnu að ég sit ennþá við skrifborðið mitt eins og ég sé að vinna í öðru tímabelti eða á Spáni. Svona er þetta þegar maður temur sér að taka að sér aðeins of mörg verkefni. Skemmtilegt en erfitt. Vona að ég fái ekki taugaáfall á næstu vikum.

Ummæli

Vinsælar færslur