Baráttan við Blogger

Það er ekki tilviljun að ég skrifa ekkert hér um helgar. Sumir halda kannski að ég þjáist af pennaleti. Eða sé svo duglegur í 101 að ég sjái ekki á skjáinn. Ekkert af þessu á þó við. Það er bara hreinlega ekki hægt að setja inn færslur frá heimili mínu. Ég er búinn að gera fjölmargar tilraunir. Þetta versnaði eftir að ég kom mér inn á Blogger Beta. Núna virkar ekkert. Ekki Word viðbótin. Ekki fasttenging. Ekki þráðlaust. Ekkert.

Þar sem ég er latur að eðlisfari. Þá hefur þetta þýtt að ég hef einfaldlega skrifað eitthvað án þess að koma því í birtingu. Hent því síðan hingað inn eftir helgina. Ég er ekkert að dröslast með ferðavélina á eitthvað hotspot. Nennti því ekki. Veit ekki einu sinni hvar svoleiðis eru í Hansabænum. Kannski verðugt verkefni að komast að því. En þess vegna eru færslurnar í það minnsta nætursaltaðar. Eins og bílavalkvíðanum. Sem var skrifað um helgina. Mér tókst samt að týna einhverju af því sem ég var búinn að skrifa. Eins og því þegar ég dásamaði ferð mína í Laugar á föstudaginn. Ég fór sem sagt að sjá Sálina og Gospel kórinn í Laugardalshöllinni á föstudagskvöldið. Sem var betra og skemmtilegra en ég átti von á. Reyndar líka öllu styttra. Það fer líka í taugarnar á mér að þurfa að klappa upp hljómsveitir. Það er eiginlega svo mikil óþarfi. Afhverju ekki bara að keyra í gegnum dagskrána. Fólkið hættir að klappa og fer út um leið og ljósin kvikna. Það þarf ekkert alltaf að láta klappa sig upp tvisvar. En ég ætla ekkert að tuða neitt of mikið út af þessu. Sumum finnst þetta bara stemning.

Ég verð hins vegar að hrósa Laugum. Eða baðstofunni. Sem ég prófaði í fyrsta skipti á föstudaginn. Við fórum sem sagt af vinnustaðnum í hitting á Laugum fyrir tónleikana. Var boðið að prófa baðstofuna. Sem mér fannst bara æðisleg. Var að koma þarna í fyrsta skipti á föstudaginn. Þetta er svolítið fyndið þetta augnskanna dæmi. Ennþá fyndnara fannst mér samt hvað þetta er staðurinn þar sem fólk fer. Til að hittast. Skilst að þetta gefa Oliver og Thorvaldsen lítið eftir sem pikk-up staður. Veit ekki alveg hvernig það er með baðstofuna. En það var fullt af fólki að rölta sér þarna inn og út. Þjóðþekkt andlit og minna þekktir fjármálaspekúlantar. Svo kannski ég þurfi að fara skipta um stöð. Bara verst hvað það hentar mér vel að æfa í 220. Hvað um það. Ég mæli hins vegar eindregið með heimsókn í baðstofuna. Það bókstaflega lak úr mér allt stress.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
takk, Simmi, um að gera að tékka á baðstofunni;)
Simmi sagði…
Já, þetta var soldið flott. Ég ætla bara rétt að vona að þú sért búin að prófa:-)
Nafnlaus sagði…
Blogger gerði sér nú lítið fyrir og er búið að týna blogginu mínu - talandu um trauma.

Lindablinda
Simmi sagði…
Úff Linda - hvað segir notendaþjónustan þeirra? Er allt bara dáið og horfið for life?
Nafnlaus sagði…
Þeir hafa ekki svarað mér ennþá
:-( er ansi hrædd um að þetta sé bara horfið.......
Nafnlaus sagði…
hef aldrei farið í þessa blessaða baðstofu, ætla að skella mér við tækifæri...

Vinsælar færslur