Að enda á villigötum

Nú er ég búinn að læra að týnast. Fór í gærkvöldi á námskeið í rötun hjá Björgunarsveitinni. Lærði loksins hvernig maður notar áttavita. Hef hingað til ekki haft hugmynd um hvernig maður notar svoleiðis. Komst að því að það er einfaldara en ég hafði látið mig dreyma um. Málið er nefnilega að ég er þrautþjálfaður í notkun á áttavita.

Á undanförnum árum. Já, eða um árabil. Hef ég verið að spila fyrstu persónu skotleiki. Ekki svona paintball. Heldur í tölvu. Það hefur kennt mér haug um það að rata með áttavita. Án þess að ég hefði hugmynd um það. En þetta rifjaðist allt upp fyrir mér í gær. Allir þessir gangar sem ég hef farið um í sýndarheimum. Sléttur sem ég hef ráfað um án þess að hafa mikið meira til að styðjast við en óljóst kort. Þar sem hugsanlega kemur fram í hvaða átt ég er að ferðast. Svo þessar klukkustundir sem ég hef notað í FPS koma mér núna að gagni. Í það minnsta í því að skilja grundvallarhugtökin í þessu.

Annars er ég hræddur um að ég eigi eftir að villast. Ég er eiginlega viss um það. Held að hæfileikar mínir til þess að nota áttavita séu litlir. Ég á eftir að rugla þessu öllu saman. Svo ég ætla ekki að taka neina sénsa. GPS tækið verður ekki skilið eftir heima. Ég á nóg af rafhlöðum og ætla mér bara hreint ekki að týnast eins og hver önnur rjúpnaskytta. Á sama tíma fannst mér þetta í rauninni nógu einfalt. Maður þarf ekkert að vera rosalega vel gefin(n) til þess að geta notað áttavita. Verst að ég skuli ekki geta fundið svona áttavita tæki fyrir sumt annað en að rata um landið.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
þarf maður ekki að reikna með bjögun?
Simmi sagði…
Jú, jú, ég lærði sem sagt þumalputtaregluna: "Landið er stórt og kortið er lítið". Raunar sýndist mér eftir þetta að með áttavita, kort og GPS þá sé næstum því vonlaust að villast. Svo mér tekst það:-)
Nafnlaus sagði…
já, þú ert náttúrlega svo hæfileikaríkur;)

Vinsælar færslur