Hvers vegna endar árið á "ber" mánuðum?
Þegar ég uppgötvaði að september er eiginlega liðinn. Þá brá mér. Líklega hefur enginn mánuður ársins liðið jafn hratt. Ég veit svo sem skýringuna. Ég er nefnilega farinn að þjást af tímaskorti. Tilheyrandi streitu. Sem ég held að valdi því síðan að ég er eitthvað óvenju dapur þessa dagana. Raunar kann ég ágætis ráð við streitu. Þarf að koma mér af stað í yoga aftur. En þar kemur tímaskorturinn við sögu.
Þetta er nefnilega sá tími ársins sem það er hvað minnst um frítíma hjá mér. Vinnan fer að taka meiri tíma en áður. Sumarfrí eru á enda. Allir mættir með áform sem þarf að hrinda í framkvæmd. Hugmyndir sem hafa legið í sumardvala. Eru komnar á kreik. Sem er alveg skemmtilegt. Ég hef nefnilega gaman af því að hafa nóg að gera. En streitu kann ég ekki nógu vel á. Hún safnast upp hjá mér. Sumt af því fær reyndar útrás hér. Annað kemst út í Hress. En eitthvað situr eftir. Svona eins og nagandi samviskubit yfir því að ég sé að svíkjast um eitthvað. Það fer ekki vel með hausinn á mér. Veldur mér óróa.
Þetta verður víst svona næstu vikur. Þétt dagskrá framundan. Næg verkefni. En mig vantar samt meiri minn tíma. Eitthvað í skipulaginu. Eða skipulagsleysinu mínu hefur orðið til þess að hann er ekki nægur. Eða kannski bara ekki nægilega góður. Einhvern tíma var mér sagt að það mætti flokka fólk gróflega niður í tvo hópa. Annars vegar er fólk sem fær orku frá öðrum. Það hleður sig með því að vera innan um fólk. Svo er hinn hópurinn sem hleður sig á einveru. Mér tókst í prófi að lenda þarna á milli. Hef þess vegna aldrei verið alveg viss um hvort það sé betra fyrir mig að henda mér út á lífið. Eða sitja heima og taka því rólega. Kannski það fari eftir árstíðum. Eða tunglgöngu. En þetta hefur valdið mér heilabrotum undanfarið.
En hvers vegna skildu allir síðustu mánuðir ársins enda á "ber"?
Þetta er nefnilega sá tími ársins sem það er hvað minnst um frítíma hjá mér. Vinnan fer að taka meiri tíma en áður. Sumarfrí eru á enda. Allir mættir með áform sem þarf að hrinda í framkvæmd. Hugmyndir sem hafa legið í sumardvala. Eru komnar á kreik. Sem er alveg skemmtilegt. Ég hef nefnilega gaman af því að hafa nóg að gera. En streitu kann ég ekki nógu vel á. Hún safnast upp hjá mér. Sumt af því fær reyndar útrás hér. Annað kemst út í Hress. En eitthvað situr eftir. Svona eins og nagandi samviskubit yfir því að ég sé að svíkjast um eitthvað. Það fer ekki vel með hausinn á mér. Veldur mér óróa.
Þetta verður víst svona næstu vikur. Þétt dagskrá framundan. Næg verkefni. En mig vantar samt meiri minn tíma. Eitthvað í skipulaginu. Eða skipulagsleysinu mínu hefur orðið til þess að hann er ekki nægur. Eða kannski bara ekki nægilega góður. Einhvern tíma var mér sagt að það mætti flokka fólk gróflega niður í tvo hópa. Annars vegar er fólk sem fær orku frá öðrum. Það hleður sig með því að vera innan um fólk. Svo er hinn hópurinn sem hleður sig á einveru. Mér tókst í prófi að lenda þarna á milli. Hef þess vegna aldrei verið alveg viss um hvort það sé betra fyrir mig að henda mér út á lífið. Eða sitja heima og taka því rólega. Kannski það fari eftir árstíðum. Eða tunglgöngu. En þetta hefur valdið mér heilabrotum undanfarið.
En hvers vegna skildu allir síðustu mánuðir ársins enda á "ber"?
Ummæli
held að þessi orð komi úr latínu, en er ekki viss...