Ótrúlegt en satt

Þá ætla ég að sjá nýju James Bond myndina. Mér finnst bara einfaldlega auglýsingin fyrir þessa mynd svo ofboðslega flott. Ef myndin er eitthvað í líkingu við þetta, þá gæti þetta verið besta action mynd ársins. Komin tími til að fá eina alvöru stórmynd. Kíktu á hvað þér finnst.

Annars er ég að verða þreyttur á þessu nýja Blogger Beta umhverfi sem ég gerði þau mistök að færa mig í. Hafi ég einhverntíma þurft staðfestingu á því að Google er alveg jafn slæmt og Microsoft, þá er hún ekki nauðsynleg lengur. Ég hef t.d. ekki getað set mynd inn á færslu síðan ég færði mig yfir. En vonandi verður þetta allt voða gott þegar það virkar.

Ummæli

Valtyr sagði…
Það er alltaf skylda að sjá James Bond.
Beta blogger umhverfið virkar ágætlega hjá mér ég get sett inn myndir. Það eina sem ég hef út að setja er að maður getur ekki skrifað comment hjá þeim sem eru að nota gamla blogger kerfið. Gæti verið að það sé vegna þess að ég er að nota gmail accountinn veit ekki
Nafnlaus sagði…
ég fer alltaf á Bond myndir. lít einmitt á það sem einhvers konar skyldu, þótt skrítið sé. hefð? vani? nostalgía?

veit samt ekki með þennan nýja Bond, hann er ljóshærður...
Simmi sagði…
Valtýr

Ég fann leið framhjá þessu. Þú merkir bara að þú sért other og fyllir síðan út details. Það virkar eins og þú loggir þig inn.

Sko þetta með Bond...ég er nefnilega ekki eins og þið. Eiginlega alveg hættur að mætta á Bond. En mér fannst þessi trailer doldið flottur. Svo kannski maður þurfi bara að sjá Bond í bíó næst.
Nafnlaus sagði…
Bond var orðinn að einhverri glansmynd af sjálfum sér fannst mér. Þetta virtist töff. Sjaldan sem ég sé hasar- og bardagasenur sem fá mig til að vilja sjá myndina sem þær eru í en þessa langar mig að sjá.

Synd með Astoninn hins vegar...

Vinsælar færslur