Nýlenduvörur

Ég hélt að þetta orð væri dautt í málinu. En ég var að komast að því að svo er ekki. Raunar held ég að flestir sem eru undir þrítugu muni eiga í ákveðnum erfiðleikum með að átta sig á stofni orðsins. Þó þeir geti kannski getið sér til um hvað það þýðir. Eða jafnvel vita það. En það kom mér á óvart að rekast á það á vef Sláturfélags Suðurlands. Eða ekki. Er ekki Guðni einmitt þingmaður þessa héraðs og langt í frá ljóst að hann sé enn kominn inn á 20. öldina? Ætli þeir hjá SS tali líka ennþá um snáða og telpur?

Ummæli

Barbie Clinton sagði…
Svakalegt að hugsa til þess að þú hafir verið að þvælast á vef SS....
Nafnlaus sagði…
já nákvæmlega,hvað varstu eiginlega að spá þar?
er það næstsíðasta bls á netinu?
Simmi sagði…
Já og ef þú vissir ástæðuna þá er ég viss um að þér þætti þetta ennþá hryllilegra....:-)
Nafnlaus sagði…
*hrollur*

Vinsælar færslur