Ekki týndur

Þó ég eigi eftir að koma litlu inn hér um helgina. Það verður bara blogger beta að kenna. Því í kjölfarið á þeirri uppfærslu hafa dvergarnir alveg fríkað út.

Þeir hefðu líka fríkað út í Tokyo. Ég er eiginlega svona rétt að ná því að ég hafi farið þangað. Tók reyndar fullt af myndum. Þær eru komnar í myndasafnið. Er líka að átta mig á því að þetta er engin smá borg. Það búa þarna 33 milljónir. Svo ég hef ekki séð nema lítið brot af borginni. Þó mér fyndist eins og ég væri að gera fullt. Það var líka margt þarna sem var nýtt og spennandi. Kannski var það skemmtilegasta það sem ég gerði fyrst.

Ég heimsótti nefnilega fiskmarkaðinn í Tokyo. Sem mér skilst að sé sá stærsti í Japan. Ef þið skoðið myndirnar þá eru þó nokkrar frá þessum markaði. Sem ég skoðaði ekki nema lítið brot af. Þarna var allt fullt af sjávarafurðum sem ég hafði aldrei séð áður. Undarlegum skepnum. Bæði lifandi og dauðum. Í kjölfarið var auðvitað fundin sushi staður við markaðinn. Varla meiri trygging til fyrir fersku hráefni. En að vera við hliðina á fiskmarkaði. Það hjálpaði líka til að þarna var skilgreindur matseðil. Svo ég fékk frábært Sushi á 2100 Yen. Nenni ekki að reikna út hvað það er í íslenskum krónum. En þetta var athyglisvert fyrir tveggja hluta sakir.

Í fyrsta lagi þá var þarna eldri japönsk kona sem leit út fyrir að stjórna staðnum. Hún tók í það minnsta við greiðslum. Sýndi okkur hvar við áttum að sitja. Svo þegar ég tók upp á því að setja of mikla soya sósu í skálina mína. Þá fékk ég skammir frá henni. Held nefnilega að Japanir telji okkur útlendingana ótalega sveitamenn. Illa uppalda barbara. Ekkert voða merkilegir. Ég hefði auðvitað sagt henni frá því að við veiddum besta fisk í heimi. En þar sem japanskan mín nær ekki mikið lengra heldur en til þess að geta beðið um Kirin eða Sapporo þá er hún enn ómeðvituð um hlut okkar íslendinga í því að sjá henni fyrir síld.

Í öðru lagi vegna þess að við fengum enga diska til þess að borða af. Heldur var allt sem við fengum sett beint á borðið fyrir framan okkur. Eða öllu heldur hluta af því. Sem greinilega var til þess gerður. Svo var augljóslega bara gert ráð fyrir að ég notaði guðsgaflanna á matinn. Því við fengum þvottastykki áður en maturinn var settur á borðið fyrir framan okkur. Svo ég veit núna hvernig maður borðar sushi. Læt ekki bjóða mér prjóna aftur. Þetta var líka greinilega allt mjög ferskt og fínt. Öllu haldið hreinu. Ég horfði á þetta verða til fyrir framan mig. Horfði á þegar hráefnið var tekið, skorið undirbúið í bitana. Hrísgrjónin voru meðhöndluð í höndunum. Bara mótuð í lófanum. Þetta fannst mér dálítið magnað. Að sjálfsögðu var ekki spurt um drykki. Bara boðið upp á grænt te með. Nú veit ég afhverju Japanar verða allra þjóða elstir og afhverju þeir eru svona rosalega skýrir í kollinum. Þeir borða fisk og drekka grænt te. Hlaut að vera eitthvað.

Ummæli

Vinsælar færslur