Góð hugmynd frá Íslandi

Stundum held ég að við Íslendingar hljótum að vera með svolítið lengri fattara en flestar aðrar þjóðir. Ef ég léti mér til dæmis detta í hug. Að það væri frábær hugmynd að byggja hér kjarnorkuendurvinnslustöð. Svona eins og þessa í Sellafield. Þar sem ég var að skoða skýrslu um lokun á einum hluta stöðvarinnar. Sem fór í gang 1953 og var í notkun í 50 ár. Hreinsun verður hins vegar ekki lokið fyrr en árið 2117. En hvað um það. Okkur fyndist þetta líklega ekki stórsnjöll hugmynd. Eða stofna hér móttöku stöð fyrir úrgang. Til dæmis PCB, Kjarnorkuúrgang, eða eitthvað álíka. Okkur fyndist þetta líklega eitthvað á skjön við ímynd okkar sem land óspilltrar náttúru. Gæti skaðað ferðaþjónustuna og fiskútflutning okkar. Jafnvel gert að engu hundruða milljóna fjárfestingu í kynningu á Íslandi sem "Iceland Naturally" sem komið hefur skyrdósum í hillur verslana í Bandaríkjunum. Auk þess sem þjóðarímyndin gengur út á að kynna okkur sem náttúruþjóð. En af hverju finnst okkur það þá stórsnjöll hugmynd að veiða hvali?

Það er nefnilega svona álíka líklegt til vinsælda að veiða hvali meðal þjóða á Norðurhveli jarðar. Tja eins og segjast vera á móti gyðingum. Þeir hafi bara átt þetta skilið þarna um miðja síðustu öld. Eða best færi á því að Palestínumönnum yrði bara rutt út í sjó. Eða ef einhver myndi stinga upp á því að óheftar veiðar yrðu leyfðar á lóunni, svönum og örnum. Allt þættu þetta undarlegar hugmyndir. Ekki alveg á þeim línum sem sæmilega vel gefið fólk myndi leggja á borð. Samt telja 7 af hverjum 10 Íslendingum að það sé bara fín hugmynd að hefja hvalveiðar. Hvalir éti frá okkur of mikið af fiski (óstaðfest en hugsanlegt). Japanir bíði í röðum eftir að kaupa afurðirnar (algjörlega óljóst). Það muni ekki hafa nein áhrif á útflutning, fjárfestingar eða ferðþjónustu okkar þó við hefjum þessar veiðar (og gróðurhúsaáhrifin eru bara þjóðsaga). Það sjáist best á því að aldrei hafi fleiri komið til Íslands en á undanförnum árum. Þrátt fyrir vísindaveiðarnar. (en alls ekki vegna þess að hefðbundnir áfangastaðir fyrir botni Miðjarðarhafs hafa lokast).

Ég er svo sem ekki alveg frá því að við getum alveg byrjað þessar veiðar. Svona fyrir heimamarkaðinn. Ætli það séu ekki svona 10 hrefnur á ári sem þarf til þess að sinna allri okkar þörf fyrir hvalkjöt. Sem ég hef gætt mér á og mæli með. Það er fínt kjöt. Einfalt að elda. Smakkast vel. Betra en túnfiskur. Ekki langt frá kálfakjöti. Sem sagt gæðafæða. Engin ástæða til þess að hafa meiri háttar áhyggjur af slíkri veiði. Gætum nokkuð sannfærandi haldið því fram að þetta væru hefðbundar veiðar sem hefðu átt sér stað frá landnámi. Auk þess sem hrefnustofninn er augljóslega ekki í neinni hættu. Hins vegar er ég alveg jafn sannfærður um að það væru gífurleg mistök að hefja hvalveiðar með það fyrir augum að flytja út afurðirnnar. Svona á svipuðum slóðum og þegar W ákvað að það væri bara fín hugmynd að ráðast inn í Írak. Það voru einmitt 7 af hverjum 10 Bandaríkjamönnum sem fannst það fín hugmynd áður en W lagði af stað.

Ummæli

Barbie Clinton sagði…
Í lancashire (þar sem Sellafield er) eru flestir íbúarnir smá spes. Svona einna líkastir fólki sem býr í grindavík og Höfnum:) Kannski það sé svona stöð hér...

Vinsælar færslur