Að læra að bjarga
Fyrsta námskeiðið var í kvöld. Þetta var áhugavert. Verið að fjalla um útivist. En frá nokkuð öðru sjónarhorni en ég er vanur. Í þetta skipti er verið að benda á hluti sem skipta máli þegar unnið er í björgunarstörfum. Því þá er ekki endilega verið stöðugt á göngu. Veðrið er líka oft mikið verra en ef ég væri að taka göngu. Starfið fer fram á öllum árstíðum. Þetta er bæði spennandi og svolítið yfirþyrmandi á sama tíma. Greinilegt að ég þarf að safna mér enn meiri búnaði. Svo það gæti eitthvað farið að týnast á afmælis og jólagjafalistann. Ég fékk meira að segja heimaverkefni. Finnst það skemmtilegt. Í fyrsta skipti í langan tíma sem ég hef fengið heimaverkefni.
Þetta er bara nokkuð stór hópur sem hittist þarna um kvöldið. Heldur fannst mér þó halla á kynjahlutfallið. Ekki frá því að þeim hafi eitthvað fækkað konunum. Þetta hljómar líka allt svolítið erfitt. Annars fannst mér svolítið fyndið. Að sá sem hélt námskeiðið í kvöld varð svolítið undrandi á því að engin í hópnum ætti börn. Ætli þetta komi í staðinn fyrir fjölskyldulífið? Eða er fjölskyldufólk einfaldlega svo upptekið að það gefur sér ekki tíma í svona ævintýri?
Svo fannst mér líka merkilegt að sjá að fleiri en ég hafa séð samsvörun milli Paris Hilton og Edie Sedgwick. Eða svo ég vitni í Bruce Sterling. “I wonder why people like to pick on this woman. Do they think she's happy and has life easy, just because she's young, dumb, rich and promiscuous? I bet they haven't seen her scheduling book. Paris Hilton haters ought to drop by the grave of Edie Sedgwick and learn something about American celebrity.” Girl on Fire er komin á lestrarlistann minn.
Þetta er bara nokkuð stór hópur sem hittist þarna um kvöldið. Heldur fannst mér þó halla á kynjahlutfallið. Ekki frá því að þeim hafi eitthvað fækkað konunum. Þetta hljómar líka allt svolítið erfitt. Annars fannst mér svolítið fyndið. Að sá sem hélt námskeiðið í kvöld varð svolítið undrandi á því að engin í hópnum ætti börn. Ætli þetta komi í staðinn fyrir fjölskyldulífið? Eða er fjölskyldufólk einfaldlega svo upptekið að það gefur sér ekki tíma í svona ævintýri?
Svo fannst mér líka merkilegt að sjá að fleiri en ég hafa séð samsvörun milli Paris Hilton og Edie Sedgwick. Eða svo ég vitni í Bruce Sterling. “I wonder why people like to pick on this woman. Do they think she's happy and has life easy, just because she's young, dumb, rich and promiscuous? I bet they haven't seen her scheduling book. Paris Hilton haters ought to drop by the grave of Edie Sedgwick and learn something about American celebrity.” Girl on Fire er komin á lestrarlistann minn.
Ummæli