Leitin að bílnum heldur áfram
Ég er búinn að vera duglegur í vikunni. Búinn að heimsækja Skoda umboðið, Ford umboðið, Citroen umboðið og Volkswagen umboðið. Alstaðar er mér vel tekið. Mér hafa verið réttir bæklingar. Verðlistar. Reiknað út fyrir mig hvað bílarnir sem ég er að velta fyrir mér myndu kosta mig á mánuði. Miðað við að ég tæki bíl í einkaleigu. Eins og ég hef haft núverandi bíl í. Sem kom sér ágætlega. Ég nefnilega græddi á styrkingu íslensku krónunnar. Svona á meðan hún gekk yfir. Veit ekki alveg hvernig þetta mun verða á næstu þremur árum. Á eiginlega frekar von á því að það muni halla á ógæfu hliðina. En á móti kemur að ég þarf ekki að hafa of miklar áhyggjur af endursöluverði. Skila bara bílnum. Eða kaupi hann. Svona ef mig langar til þess að eiga hann. Á endanum.
Ég hef sem sagt gengið í þessi umboð. Fengið að reynslu aka Skoda Octavia, Citroen C4 og Volkswagen Golf. Fannst það allt bestu bílar í heimi á meðan ég sat undir stýri. Eru raunar allt nokkuð ólíkir bílar. Ég er ekki frá því að Skoda sé heldur stór fyrir mig. Fjölskyldustærðin mín er þannig að ég þarf líklega ekki svona stóran bíl. Þó mér finnst samt reyndar ágætt að vera ekki á of litlum bíl. Núverandi stærð er bara mjög hentug þykir mér. Svo ég er svona að horfa á bíl í svipuðum stærðarflokki og Toyota Corolla.
Fyrir fólk sem finnst gaman að tökkum og mælum og kannski aðeins öðruvísi hönnun. Þá er Citroen ekki fráleitur valkostur. Sem kitlar mig þess vegna svolítið. Veit samt ekki alveg hversu vel ég treysti Frökkunum. Það fara misjafnar sögur af gæðum bílana þeirra. Hins vegar hef ég ekki þær áhyggjur af Volkswagen Golf. Það var skemmtilegur bíll að keyra. Það er eiginlega það sem er hans mesti kostur. Líka að hann býður iPod tengi. Sem ég held að aðrir sem ég hef verið að skoða bjóði ekki. Þetta er frískur bíl. Með þessum þýsku hönnunareinkennum. En núna verð ég að gefa Toyota séns. Mér hefur líkað vel að eiga Toyota. Svo nú er að sjá hvort ég ákveði að breyta til.
Annars hefur stílistinn minn sagt mér að ekkert nema Toyota eða Golf komi til greina. Bara svo það sé á hreinu.
Ég hef sem sagt gengið í þessi umboð. Fengið að reynslu aka Skoda Octavia, Citroen C4 og Volkswagen Golf. Fannst það allt bestu bílar í heimi á meðan ég sat undir stýri. Eru raunar allt nokkuð ólíkir bílar. Ég er ekki frá því að Skoda sé heldur stór fyrir mig. Fjölskyldustærðin mín er þannig að ég þarf líklega ekki svona stóran bíl. Þó mér finnst samt reyndar ágætt að vera ekki á of litlum bíl. Núverandi stærð er bara mjög hentug þykir mér. Svo ég er svona að horfa á bíl í svipuðum stærðarflokki og Toyota Corolla.
Fyrir fólk sem finnst gaman að tökkum og mælum og kannski aðeins öðruvísi hönnun. Þá er Citroen ekki fráleitur valkostur. Sem kitlar mig þess vegna svolítið. Veit samt ekki alveg hversu vel ég treysti Frökkunum. Það fara misjafnar sögur af gæðum bílana þeirra. Hins vegar hef ég ekki þær áhyggjur af Volkswagen Golf. Það var skemmtilegur bíll að keyra. Það er eiginlega það sem er hans mesti kostur. Líka að hann býður iPod tengi. Sem ég held að aðrir sem ég hef verið að skoða bjóði ekki. Þetta er frískur bíl. Með þessum þýsku hönnunareinkennum. En núna verð ég að gefa Toyota séns. Mér hefur líkað vel að eiga Toyota. Svo nú er að sjá hvort ég ákveði að breyta til.
Annars hefur stílistinn minn sagt mér að ekkert nema Toyota eða Golf komi til greina. Bara svo það sé á hreinu.
Ummæli
Ég sakna hennar ennþá.