Ætli það sé óreglulegi vinnutíminn sem veldur?
Það er ekkert sérstakt leyndarmál að ég hef gaman af danstónlist. Ætla ekkert að skilgreina hana neitt frekar. Það er hérna fastur tengil fyrir þá sem vilja kynna sér allar þær stefnur (og stefnuleysur) sem þessi tónlistarstefna hefur alið af sér. Mín tónlist er svona 4/4 klúbbatónlist. Allt afsprengi diskó tónlistarinnar. Sem ég hef kunnað betur að meta í seinni tíð. Var alls ekki hrifinn hér áður og fyrr. Aldurinn sem ræður því. En einhvern tíma þarna á námsárunum í Bandaríkjunum. Þá datt ég ofan í þessa tónlist. Hef haldið mig á þessum slóðum síðan þá. Meira eða minna. Ekki samt eins og ég njóti þess ekki að hlusta á aðra tónlist.
Ég hef gaman af allri góðri tónlist. Eða eins og einhvern tíma var sagt. Góð tónlist er góð tónlist. Það er bara þessi sem hressir mig og kætir meira en aðrar tegundir. Þessi tegund tónlistar á sér sínar hetjur og stjörnur. Eins og allar aðrar. Það sem er kannski öðruvísi við þessa. Er samt að stjörnunnar eru kannski ekki síður þau sem spila tónlistana. Plötusnúðarnir. Fólkið á bak við lögin er oftar en ekki í skugganum af plötusnúðunum. Þess vegna er svolítið skemmtilegt að segja frá því að það er haldin vinsældarkosning plötusnúða. Sem er haldin af DJmag. Er nokkur mælikvarði á vinsældir og kannski ekki síður hæfileika þeirra sem valdir eru. Það er þess vegna gaman að segja frá því að 3 af þeim 10 sem þar eru í efstusætunum. Hafa komið hingað til Íslands og spilað. Það sem er ekki síður athyglisvert. Er að af 100 plötusnúðum. Sem komust inn á þennan lista. Er 1 kona. Í sæti númer 99.
Ég hef gaman af allri góðri tónlist. Eða eins og einhvern tíma var sagt. Góð tónlist er góð tónlist. Það er bara þessi sem hressir mig og kætir meira en aðrar tegundir. Þessi tegund tónlistar á sér sínar hetjur og stjörnur. Eins og allar aðrar. Það sem er kannski öðruvísi við þessa. Er samt að stjörnunnar eru kannski ekki síður þau sem spila tónlistana. Plötusnúðarnir. Fólkið á bak við lögin er oftar en ekki í skugganum af plötusnúðunum. Þess vegna er svolítið skemmtilegt að segja frá því að það er haldin vinsældarkosning plötusnúða. Sem er haldin af DJmag. Er nokkur mælikvarði á vinsældir og kannski ekki síður hæfileika þeirra sem valdir eru. Það er þess vegna gaman að segja frá því að 3 af þeim 10 sem þar eru í efstusætunum. Hafa komið hingað til Íslands og spilað. Það sem er ekki síður athyglisvert. Er að af 100 plötusnúðum. Sem komust inn á þennan lista. Er 1 kona. Í sæti númer 99.
Ummæli