Afsakið mig

Þetta er auðvitað bannað. Að enda pistil með því að segjast hafa fréttir. Láta síðan ekki í sér heyra. Fyrr en núna. En það á sér eðlilegar skýringar. Ég er sem sagt hálf veikur. Eða ekkert hálf. Er bara veikur. Var rúmliggjandi í gær. Eða svona eins og gærdagurinn bauð upp á. Því vinnan mín lét mig ekki í friði. Í gær stóð mér það ekki til boða að vera veikur. Heldur ekki í dag. Svo þess vegna kemur smá uppfærsla hér í dag. En það voru fréttirnar.

Þetta eru ekki stórfréttir. Þá hefði ég ekki getað setið á mér. Hefði þurft að koma þeim á framfæri um leið. En þetta eru samt allt smá fréttir. Ég tók til dæmis þá ákvörðun að mig langaði mest til þess að eiga Citroen C 4 bíl. Ég fór sem sagt og prófaði Toyota. Get ekki sagt að mér hafi liðið eins og Toyota gæti ekki án mín verið sem viðskiptavinar. Ég get alveg skilið að þeim líði ekki eins og þeir þurfi að teygja sig mjög langt. Þetta er einu sinni sterkasta vörumerkið í íslenska bílabransanum. Raunar fékk ég nú samt miklu betri viðtökur en þarna um daginn hjá Honda. Fer ekki þangað aftur held ég. Leið ekki eins og ég væri skrítinn að vilja fá bílinn í mínum lit. En ég var ekkert svona uppnuminn af Toyota. Eflaust eru þetta frábærir bílar til að eiga. Ég hef í það minnsta ekki orðið fyrir neinum vonbrigðum. En sjálfsöryggið er bara aðeins of mikið. Mér leið svona eins og þeim væri slétt sama. Það væri þá bara einhver annar sem myndi kaupa. Sem verður líka. Því ég fór með mín viðskipti til Brimborgar.

Ég veit raunar ekkert hvernig bíl Citroen er í dag. En miðað við allt sem ég hef lesið. Allt sem ég hef heyrt. Þá er þessi bíll. Svona aftur hvarf til fortíðar. Til þess tíma þegar Citroen leyfði sér að vera öðruvísi. Það finnst mér skemmtilegt. Ég finn líka að af því að ég er með bíl í rekstrarleigu. Þá skiptir eiginlega engu hvernig bíl ég fæ mér næst. Endursöluverðið skiptir mig engu. Ég verð líka með bílinn í ábyrgð allan tímann sem ég er með hann í rekstrarleigu. Sem þýðir að ég þarf ekki að hafa áhyggjur af smávægilegum viðgerðum. Svo þetta eru fyrstu fréttir vikunnar.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Hæ litli lasarus!
Á meðan þú varst upptekinn við að veikjast þá sat ég á einni rosalegustu stelpumynd ársins með verkfræðingunum mínum og slappaði af í hálfgerðu mógi þar sem heilinn fékk verðskuldað frí í tvo tíma .. og popp og kók =)

Simmi, you are a live safer ;) Takk kærlega fyrir bíómiðana, vona að þér batni fljótlega, verður að vera orðinn hress fyrir föstudaginn!
Nafnlaus sagði…
innilega til hamingju með nýja bílinn:)

vona að þér sé að skána pestinb
Barbie Clinton sagði…
Æ litli molinn... Varni þér fljótt og til hamingju með sjálfrennireiðina.
Nafnlaus sagði…
jey! snilld.
Simmi sagði…
Þú veist hvað við höfum góðan smekk frænka;-)

Vinsælar færslur