Af rjóma
Laugardagurinn byrjaði með óvenjulegum hætti. Ég fékk nefnilega félaga í morgunnkaffi. Sem er afar óvenjulegt. En líka skemmtilegt. Það er nefnilega einn af ókostunum við einbýlið. Að það er yfirleit ekkert sérlega mikið um félagsskap svona fyrri part dagsins. Svo þarna var ég brakandi ferskur að bjóða upp á kaffi og þó ég sé ekki sérlega morgunn hress. Þá var þetta skemmtileg tilbreyting. Annars eyddi ég stærstum hluta laugardagsins í Listasafni Reykjavíkur.
Þar var nefnilega nokkuð skemmtilegur viðburður í gangi. Yfirskriftin var Rjómi og þarna voru nemar í Háskólanum í Reykjavík og Listaháskólanum að kynna sameiginleg verkefni sín. Vissi af þessu fyrir nokkru í gegnum kennsluna mína. Svo mér fannst ég eiginlega verða að kíkja. Ég skoðaði einmitt samskonar sýningu í fyrra og hafði gaman af. Greinilegt að það er lögð mikil vinna í þessi verkefni. Samspil listafólksins og tilvonandi viðskiptafræðinga er líka skemmtilegt. Þetta er að mínu mati afskaplega vel til fundið. Veitir þessum ólíku hópum innsýn inn í vinnubrögð hvors annars. Hef einmitt mjög sterkt á tilfinningunni að hönnun skipti okkur orðið töluvert miklu máli. Við viljum einfaldlega fallega hluti með mikið notagildi. En það er alveg efni í annan pistill. Því þarna fór líka fram önnur sýning í tengslum við þessa nemenda sýningu. Þarna var nefnilega haldið hönnunar maraþon. Eða þannig var það í það minnsta kynnt.
Þarna komu sem sagt saman 24 hönnuðir. Úr ólíkum greinum. Vöruhönnun, grafísk hönnun, fatahönnun og arkitektúr. Þetta var fólk á misjöfnum aldrei. Með mismikla reynslu. En það sem ég uppgötvaði þarna. Mér til mikillar ánægju. Er að við eigum virkilega fína hönnuði. Þarna sá ég 24 þeirra kynna verk sín. Hafði kannski minnstan áhuga á fatahönnun. Eins og oft á svona íslenskum viðburðum þá var rennslið ekki alveg hnökra laust. Svolítið bras með kynningar og míkrófóna. Sem voru eins mismunandi og þær voru margar. Fyrirlesarnir líka misjafnir eins og gengur. Stundum sem verkin voru mun áhugaverðari en sá sem kynnti. En það sem eftir situr hjá mér, er að við eigum hæfileika fólk á ýmsum sviðum. Augljóst að þarna liggja mikil tækifæri fyrir okkur. Íslenskir hönnuðir geta greinilega náð árangri á þessu sviði. Sem gerist ekkert endilega hér á Íslandi. Ég ætla samt alveg að sleppa útrásar klisjunni samt. En þarna voru Íslendingar sem eru búsettir erlendis nefnilega með í hópnum. Eitt af því áhugaverðasta sem ég sá þarna var kynning frá Katrínu Pétursdóttur Young. Sem býr í Hong Kong. Sem mér finnst vera að gera alveg frábæra hluti. Skemmtilegur stíl. Svona hálfgerður töfraheimur þar sem hún blandar saman straumum frá evrópu og asíu. Þarna var líka Stefán Kjartansson sem starfar í Bandaríkjunum. Grafískur hönnuður sem hefur náð frábærum árangri og var líklega fyrsti íslenski vefhönnuðurinn.
Nú ætla ég svo sem ekki að láta eins og ég hafi fylgst markvisst með framboði á áhugaverðum sýningum á þessu sviði. Eða fyrirlestrum. En það var nýtt fyrir mér að sitja svona viðburð hér á landi. Raunar hefur áhugi minn á þessu sviði aukist. Þetta tengist starfinu, því þar skiptir hönnun töluverðu máli. Einn af lyklunum að vel heppnuðu verkefni. Þess vegna hef ég lagt mig eftir því að afla mér frekari þekkingar á þessu sviði. Sem ég hef sótt mest til útlanda. Hef ekki fundið miklar upplýsingar hér heima, né áhugavert nám á þessu sviði. Sé mig nefnilega ekki alveg skella mér í hönnunarnám. Enda hönnun ekki nema einn þáttur í því sem ég vinn við. Mér fannst því mjög áhugavert að sitja viðburð á borð við þennan þar sem ég heyrði íslenska hönnuði ræða verk sín. Hvert þau sækja hugmyndir. Hvernig þau vinna. Það varð mér innblástur og hvatning til þess að gera góða hluti.
Þar var nefnilega nokkuð skemmtilegur viðburður í gangi. Yfirskriftin var Rjómi og þarna voru nemar í Háskólanum í Reykjavík og Listaháskólanum að kynna sameiginleg verkefni sín. Vissi af þessu fyrir nokkru í gegnum kennsluna mína. Svo mér fannst ég eiginlega verða að kíkja. Ég skoðaði einmitt samskonar sýningu í fyrra og hafði gaman af. Greinilegt að það er lögð mikil vinna í þessi verkefni. Samspil listafólksins og tilvonandi viðskiptafræðinga er líka skemmtilegt. Þetta er að mínu mati afskaplega vel til fundið. Veitir þessum ólíku hópum innsýn inn í vinnubrögð hvors annars. Hef einmitt mjög sterkt á tilfinningunni að hönnun skipti okkur orðið töluvert miklu máli. Við viljum einfaldlega fallega hluti með mikið notagildi. En það er alveg efni í annan pistill. Því þarna fór líka fram önnur sýning í tengslum við þessa nemenda sýningu. Þarna var nefnilega haldið hönnunar maraþon. Eða þannig var það í það minnsta kynnt.
Þarna komu sem sagt saman 24 hönnuðir. Úr ólíkum greinum. Vöruhönnun, grafísk hönnun, fatahönnun og arkitektúr. Þetta var fólk á misjöfnum aldrei. Með mismikla reynslu. En það sem ég uppgötvaði þarna. Mér til mikillar ánægju. Er að við eigum virkilega fína hönnuði. Þarna sá ég 24 þeirra kynna verk sín. Hafði kannski minnstan áhuga á fatahönnun. Eins og oft á svona íslenskum viðburðum þá var rennslið ekki alveg hnökra laust. Svolítið bras með kynningar og míkrófóna. Sem voru eins mismunandi og þær voru margar. Fyrirlesarnir líka misjafnir eins og gengur. Stundum sem verkin voru mun áhugaverðari en sá sem kynnti. En það sem eftir situr hjá mér, er að við eigum hæfileika fólk á ýmsum sviðum. Augljóst að þarna liggja mikil tækifæri fyrir okkur. Íslenskir hönnuðir geta greinilega náð árangri á þessu sviði. Sem gerist ekkert endilega hér á Íslandi. Ég ætla samt alveg að sleppa útrásar klisjunni samt. En þarna voru Íslendingar sem eru búsettir erlendis nefnilega með í hópnum. Eitt af því áhugaverðasta sem ég sá þarna var kynning frá Katrínu Pétursdóttur Young. Sem býr í Hong Kong. Sem mér finnst vera að gera alveg frábæra hluti. Skemmtilegur stíl. Svona hálfgerður töfraheimur þar sem hún blandar saman straumum frá evrópu og asíu. Þarna var líka Stefán Kjartansson sem starfar í Bandaríkjunum. Grafískur hönnuður sem hefur náð frábærum árangri og var líklega fyrsti íslenski vefhönnuðurinn.
Nú ætla ég svo sem ekki að láta eins og ég hafi fylgst markvisst með framboði á áhugaverðum sýningum á þessu sviði. Eða fyrirlestrum. En það var nýtt fyrir mér að sitja svona viðburð hér á landi. Raunar hefur áhugi minn á þessu sviði aukist. Þetta tengist starfinu, því þar skiptir hönnun töluverðu máli. Einn af lyklunum að vel heppnuðu verkefni. Þess vegna hef ég lagt mig eftir því að afla mér frekari þekkingar á þessu sviði. Sem ég hef sótt mest til útlanda. Hef ekki fundið miklar upplýsingar hér heima, né áhugavert nám á þessu sviði. Sé mig nefnilega ekki alveg skella mér í hönnunarnám. Enda hönnun ekki nema einn þáttur í því sem ég vinn við. Mér fannst því mjög áhugavert að sitja viðburð á borð við þennan þar sem ég heyrði íslenska hönnuði ræða verk sín. Hvert þau sækja hugmyndir. Hvernig þau vinna. Það varð mér innblástur og hvatning til þess að gera góða hluti.
Ummæli