Sjálfstætt fólk

Það fór aldrei svo að ég fengi ekki staðfestingu á stjórnvisku ráðamanna. Í þessari viku ákváðum við sem sagt að það væri rosalega sterkur leikur að leifa aftur hvalveiðar. Ég fór inn á Google news í gærkvöldi. Svona rétt um miðnætti. Sló inn Iceland. Sem yfirleit gefur nokkrar niðurstöður. Oftast gamlar og sjaldan frá stóru erlendu fjölmiðlunum. Þessum sem ná til tuga og hundraða milljóna manna um allan heim. Á miðnætti vorum við komin með rétt í kringum 150 vísanir inn á Google news. Í dag þegar ég er að skrifa þetta erum við með næstum því 290 vísanir. Þetta er svona tóninn í fyrirsögnunum.
Iceland to Resume Commercial Whale Hunt, Defying Global Ban
Iceland to whale again, defies global ban
Angry response to Iceland's decision on whales
Iceland set to begin whale kill
Anger over resumption of whaling
Germany slams Iceland move to resume commercial whaling
NZ condemns Iceland's return to commercial whaling

Mér sýnist á öllu að það sé bara einn aðili á landinu sem hafi einhvern hag af því að við hefjum hvalveiðar. En ég gæti svo sem haft rangt fyrir mér. En varla mun það breyta miklu varðandi ágang hvala á fiskistofna okkar við höfum nú ákveðið að drepa 30 dýr af 43.000. Það er innan við 0,001% af hvalastofninum. Samkvæmt upplýsingum frá Vísindavefnum þá er Hrefnustofnin að éta frá okkur um 1 milljón tonna af fiski á ári. M.ö.o. rétt rúmlega 23 tonn á ári á hvert dýr. Með því að fækka í stofninum um 30 dýr. Þá étur hvalurinn ekki nema 999.310 tonn. Svo þetta hefur tæplega mikið að segja þar. Hvort sem hvalir éta meira eða minna af fiski skiptir í rauninni varla nokkru máli. Segjum sem svo að nú getum við veit 70 tonnum meira á ári. Ef það væri allt þorskur. Þá værum við að tala um að verðmætið væri ca. 11 milljónir (miðað við að kíló af þorski sé selt á 161 krónu). En auðvitað éta hvalir ýmislegt annað. Sem væntanlega þýðir að verðmætisaukningin er miklu minni. Áhrifin af þessum veiðum eru sem sagt hverfandi. Raunar væri nær að fara í herferð gegn selum, sem mér skilst að éti líka um milljón tonn af fiski í kringum landið. Eru auk þess ekki tengdir upphafi náttúruverndarsamtaka eða almennt taldar sérlega skynsamar skepnur. Veit ekki hvernig þetta á eftir að þróast, en það kemur ekki á óvart að þetta gerist á kosningavetri. Við skulum vona að þetta snúist í ekki í höndunum á okkur.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
mér líst rosalega illa á hvalveiðar, ekki að ég sé á móti hvalveiðum sem slíkum, það bara borgar sig ekki að hefja þær.

á engan hátt.

hvað græðum við á því? nada. en við töpum helling, því staðreyndin er sú að fólk úti í heimi æsir sig meira yfir einum dauðum hval en 50 þús dauðum Írökum.

heimurinn er auðvitað vitlaus. en við verðum að lifa í honum.
Nafnlaus sagði…
æji já...úff! fuss útaf engu...það finnst mér.

Vinsælar færslur