Í trúnaði

Mikið fékk ég skemmtilegt símtal rétt áðan. Það var hringt í mig í gsm númerið mitt. Ég þekkti ekki númerið. Er farinn að gera það. Kíkja á númerið áður en ég svara. Veit ekki hvort þið gerið þetta líka. Svarið ekki endilega öllum sem hringja. Man eftir því að fólk notaði símsvara til þess að athuga hver væri að hringja hér áður og fyrr. Minnir að yfir helmingur einhverra sem tóku þátt í könnun seinni partinn á síðustu öld. Söguðust nota símsvarann til að ákveða hvort þeir svöruðu hringingu eða ekki. Veit að sumir svara t.d. ekki númerum sem þeir þekkja ekki. Sem er reyndar ágætis leið til þess að losna við sölufólk og leiðindi. En ég svaraði þó ég þekkti ekki númerið.

Þetta reyndist vera símtal frá nema hjá mér. Sem var að vandræðast með verkefnið sitt. Á jákvæðan hátt samt. Það kom í ljós að viðkomandi hafði getað sannfært hópinn sinn um að vinna verkefnið í tengslum við viðskiptahugmynd sem hafði verið í undirbúningi í heilt ár. En svo kom upp smá vandamál. Eða svona jákvætt vandamál. Raunar er ég fyrir löngu búinn að læra að vandamál eru ekki vandamál. Vann ekki í sölu og markaðsmálum fyrir ekki neitt. Vandamál heitir tækifæri. Bara spurning hvort það er tækifæri fyrir þig eða einhvern annan. En þetta snérist sem sagt um að viðskiptahugmyndin hafði slegið í gegn. Í það minnsta vakið svo mikla athygli að málið er komið á mjög viðkvæmt stig. Þá er ekki skemmtilegt að halda að þú þurfir að halda kynningu. Á hugmynd sem þú ert að reyna að semja um framtíð fyrir. Það er eiginlega slæmt mál.


Til allrar hamingju gat ég glatt viðkomandi. Ég hef nefnilega ekki mikla trú á því að halda kynningar. Eða ekki miskilja mig. Það er auðvitað nauðsynlegt að kunna slíkt vel. En þar sem ég kenni ekki nema hluta af verkefni. Af því að mér fannst sjálfum oft ægilega erfitt að sitja og hlusta á aðra kynna verkefni. Annað hvort vegna þess að mér fannst mitt flottara. Þetta því eiginlega bara tímaeyðsla. Eða vegna þess að ég sá að aðrir voru að gera betur. Þá fannst mér það ægilega vont að þurfa að kynna verkefni. Svo ég legg það ekki á mína hópa. Þau eiga bara að skila mér skýrslu. Sem er bæði erfiðara og þægilegra. Erfiðara af því að ef það er kynning. Þá má oft nota hana til að ræða það sem ekki stendur beinum orðum í skýrslu eða fylgiskjölum. Þannig er ekki nauðsynlegt að vera alveg jafn nákvæmur þegar kynning er haldin. En á sama tíma er það þægilegra. Álit mitt byggist ekki upp á frammistöðu við kynningu á verkefninu. Ég les bara skýrslu. Það er bara ég sem fæ að sjá niðurstöðuna. Svo þessi viðskiptahugmynd sem ég nefndi fer ekkert á flakk. Ég er bundinn trúnaði. Raunar má kannski segja að þetta sé á gráa svæðinu. En það hafa engin nöfn verið nefnd. Svo ætli þetta sleppi ekki.

Ummæli

Vinsælar færslur