Ekki alltaf í boltanum
Áhugi minn á knattspyrnu hefur í gegnum tíðina verið takmarkaður. Sem markast kannski af því að ég tók aldrei mikinn þátt í því að elta bolta þegar ég var yngri. Þarna rétt eftir stríðið. Sem líklega kom til af því að ég var ekkert rosalega spenntur fyrir því að vera mikið úti þegar ég var yngri. Ekki vegna ljósfælni, heldur óþæginda af ofnæminu sem ég þjáist af. Þetta var sem sagt fyrir daga ofnæmislyfja sem höfðu þá leiðu auka verkunn að svæfa mann. Sem mér skilst að séu einmitt notuð í svefntöflur sem seldar eru í lyfjaverslunum Bandaríkjunum án lyfseðils. Hvað sem því líður. Þá hef ég aldrei orðið svona forfallinn áhugamaður um knattspyrnu.
Samt sem áður leiðist mér ekkert þegar ég horfi á þessa leiki. Ekki frekar en þegar ég horfi á golf. Eða formúlu 1. Það er nefnilega ekkert nauðsynlegt að hafa verið á bólakafi í þessu til þess að geta haft gaman af þessu. Þannig var ég til dæmis farinn að hafa gaman af amerískum fótbolta meðan ég bjó í USA. Allt annar leikur en þessi sem við þekkjum. Búið að aðlaga hann að sjónvarpinu. Í rauninni 4 lið – 2 sóknarlið og 2 varnarlið. Mesta furða að þetta skuli vera kallað fótbolti, því það fer mest lítið fyrir því sem við köllum fótbolta. En þetta var skemmtilegt að horfa á. Raunar áttaði ég mig á því af hverju þetta er vinsælasta íþróttin til þess að horfa á í Bandaríkjunum. Eða var það á þessum tíma.
Þar komst ég að því að það er ekkert minni stemmning að fylgjast með leik. Fólk alveg óhrætt við að láta í sér heyra. Bæði ef liðið var að gera góða hluti og ekki síður ef þeir voru ekki að standa sig. Það var eiginlega þarna í Bandaríkjunum sem ég náði loksins þessari stemmningu. Sem er kannski ekki nema furða. Því hér á Íslandi er þetta einhvern veginn minna og hljóðlátara í sniðum. Okkar stærstu íþróttaviðburðir virðast ekki ná okkur saman. Ekki neitt í líkingu við það sem ég sá í Bandaríkjunum. Þar sem þetta eru fjölskylduskemmtanir. Allur dagurinn fer í það að fylgjast með leiknum. Þetta eru ekki einu sinni þeir sem fara á völlinn. Ég skal alveg viðurkenna að þetta fannst mér skemmtilegt. Hafði gaman af því að fylgjast með Ofurskálinni í góðum hópi. Meira að segja auglýsingarnar í sjónvarpinu voru skemmtilegri og frumlegri en venjulega. Sem ég átti eftir að komast að, að stafaði af því að þetta voru dýrustu sekúndur í sjónvarpi sem hægt var að kaupa. Mér er sérstaklega minnisstæð auglýsing. Sem var tekinn upp beint að loknum einum leiknum. Þar sem fyrirliðinn sagði í kjölfar sigurs, þegar hann var spurður að því hvað hann ætlaði að gera næsta. “I’m going to Disney World”.
Þessi hér fyrir neðan var sýnd í hálfleik á leik Íslendinga og Svía í gærkvöldi. Mér fannst þetta skemmtileg útfærsla.
Samt sem áður leiðist mér ekkert þegar ég horfi á þessa leiki. Ekki frekar en þegar ég horfi á golf. Eða formúlu 1. Það er nefnilega ekkert nauðsynlegt að hafa verið á bólakafi í þessu til þess að geta haft gaman af þessu. Þannig var ég til dæmis farinn að hafa gaman af amerískum fótbolta meðan ég bjó í USA. Allt annar leikur en þessi sem við þekkjum. Búið að aðlaga hann að sjónvarpinu. Í rauninni 4 lið – 2 sóknarlið og 2 varnarlið. Mesta furða að þetta skuli vera kallað fótbolti, því það fer mest lítið fyrir því sem við köllum fótbolta. En þetta var skemmtilegt að horfa á. Raunar áttaði ég mig á því af hverju þetta er vinsælasta íþróttin til þess að horfa á í Bandaríkjunum. Eða var það á þessum tíma.
Þar komst ég að því að það er ekkert minni stemmning að fylgjast með leik. Fólk alveg óhrætt við að láta í sér heyra. Bæði ef liðið var að gera góða hluti og ekki síður ef þeir voru ekki að standa sig. Það var eiginlega þarna í Bandaríkjunum sem ég náði loksins þessari stemmningu. Sem er kannski ekki nema furða. Því hér á Íslandi er þetta einhvern veginn minna og hljóðlátara í sniðum. Okkar stærstu íþróttaviðburðir virðast ekki ná okkur saman. Ekki neitt í líkingu við það sem ég sá í Bandaríkjunum. Þar sem þetta eru fjölskylduskemmtanir. Allur dagurinn fer í það að fylgjast með leiknum. Þetta eru ekki einu sinni þeir sem fara á völlinn. Ég skal alveg viðurkenna að þetta fannst mér skemmtilegt. Hafði gaman af því að fylgjast með Ofurskálinni í góðum hópi. Meira að segja auglýsingarnar í sjónvarpinu voru skemmtilegri og frumlegri en venjulega. Sem ég átti eftir að komast að, að stafaði af því að þetta voru dýrustu sekúndur í sjónvarpi sem hægt var að kaupa. Mér er sérstaklega minnisstæð auglýsing. Sem var tekinn upp beint að loknum einum leiknum. Þar sem fyrirliðinn sagði í kjölfar sigurs, þegar hann var spurður að því hvað hann ætlaði að gera næsta. “I’m going to Disney World”.
Þessi hér fyrir neðan var sýnd í hálfleik á leik Íslendinga og Svía í gærkvöldi. Mér fannst þetta skemmtileg útfærsla.
Ummæli