Ég náði MySpace plottinu

Þessi vika þaut hjá. Var mér erfiðari vegna veikinda en ég bjóst við. Skilst að þetta sé einhver vírus sem leggist á raddböndin. Þess vegna sem mér líður eins og ég sé í mútum í dag. Svo það hefur verið næstum því sársaukafullt að ræða við fólk. Nema eina helst í gegnum Netið. MSN sjaldan verið meiri vinur minn en akkúrat þessa dagana. Eða kannski frekar þeir sem hafa notað þá leið til að tjatta við mig.

Annars var þetta vikan sem ég uppgötvaði My Space. Hef hingað til ekki gefið sérlega mikið fyrir My Space. Veit að þetta er líklega ljótasti vefur sem ég hef séð. Líklega hræðilegasta samansafn af ljótri vefhönnun sem hægt er að hugsa sér. Sumar síðurnar er ekki hægt að lesa vegna þess að bakgrunurinn er þannig að maður sér ekki letrið. Svo er hönnunin öll út og suður. Þess vegna sem ég hef ekki mikið verið á þessum slóðum. Hafði þó verið að fikra mig í þessa átt. En kannski eins og ég get ekki sent neitt hingað inn heima. Þá hef ég ekki getað skráð mig á My Space.

Hef ég þó haft ærnar ástæður til þess. Í fyrsta lagi er þetta sá vefur sem er að fá hvað mesta umfjöllun í fjölmiðlum. Ekki að það sé endilega ástæða til þess að heimsækja þetta svæði. Í gegnum tíðina hefur það næstum því verið ástæða til þess að halda sig sem lengst í burtu. En umfjöllunin hefur líka komið inn á mitt starfssvið. Þarna er verið að gera nýja og spennandi hluti á sviði Netsins. Í það minnsta ef ég á að trúa þeirri umfjöllun sem ég sé í betri miðlum um þetta efni. Þegar til dæmis My Space fær meiri umferð en Google, þar er spilað meira af myndböndunum en á Google Video og You Tube og My Space er talið verið eitt besta dæmið um Vef 2.0. Ég varð eiginlega að kynna mér þetta betur.

Fram til síðustu helgar hafði ég samt bara verið að skoða þetta. Fannst þetta eiginlega lítið merkilegra en blog fyrir fólk sem kynni ekki að blogga. En við skráninguna þá fór ég að sjá hina hliðina á þessu. Í gegnum þetta get ég sem sagt fundið vini sem ég hafði týnt. Fólk sem ég hafði kannski haft samband við fyrir nokkrum árum. En síðan flutt. Ég týnt niður þræðinum. Sem í sumum tilfellum mér fannst dálítið leiðinlegt. Oft hugsað til þess hversu miklu auðveldara það er að halda sambandi við fólk um leið og ég finn það á Netinu. Þarna býr maður sem sagt til tengslanet. Sem er eitt af stóru atriðunum í Vef 2.0. Þetta með “social networking” sem er í rauninni ekkert flóknara en að við tengjumst öll. Bara misjafnlega vel. Sem er eitthvað sem hefur verið að vekja áhuga minn. Þetta með tengslanet og net yfirleit. En þannig kemur fram í bókinni Tipping Point (mæli með henni) að:

“The figure of 150 seems to represent the maximum number of individuals with whom we can have a genuinely social relationship, the kind of relationship that goes with knowing who they are and how they relate to us. Putting it another way, it's the number of people you would not feel embarrassed about joining uninvited for a drink if you happened to bump into them in a bar.”


Þetta þýðir ekki að þú kynnist bara 150 yfir alla ævina. Það er nefnilega til fólk sem kynnist miklu fleirum. Það er eiginlega svona eins og tengipunktur (eða hub). Ef þú þekkir það. Þá áttu greiða leið að kynnast fleirum. Í gegnum My Space getur þú komið þér upp svona tengslaneti. Fundið fólkið sem þú þekktir aðeins í gegnum þessa tengipunkta. Svo það er ekkert skrítið þó þetta sé að fá mikla umferð og þó nokkra athygli. Reyndar finn ég fyrir ákveðnu kynslóðabili á þessum slóðum. Sömuleiðis er þetta kannski sérstaklega góður vettvangur fyrir þá sem eru í hinum skapandi listum og þá sérstaklega tónlist. Ég er að rekast á fullt af tónlistarfólki sem ég hlusta á. Sýnist að við Íslendingar séum líka duglegir við að nýta okkur þetta. Öll stóru tónlistarnöfnin okkar eru þarna. Björk, Sigurrós, Airwaves tónlistarhátíðin. Svo þó mér finnist þetta ennþá eitt ljótasta vefsvæði sem ég kem inn á. Þá skil ég núna hvað dregur fólk að þessu. Þetta stytti mér líka stundir í veikindunum.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Tilviljanir eru magnaðar - ég var að hlusta á þennan hluta af Tipping point í ræktinni í kvöld - ca 3 klst áður en ég las þetta á blogginu.

Vinsælar færslur