Veturinn er að koma

Það fannst mér í það minnsta í morgunn. Það var óþægilegt kalt þegar ég gekk út. Rakinn ekki að hjálpa til. Eftir milt veður í september er allt í einu kominn nýr mánuður. Ég sá í bílnum að hitastigið var víst ekki nema 5 gráður. En það sem gerði svo útslagið. Það var snjórinn sem var allt í einu kominn efst í Esjuna. Hafði séð eitthvað hvítt þarna alveg efst upp í síðustu viku. En núna fór það lengra niður. Í mínum huga táknar þetta bara eitt. Veturinn er að koma. Núna styttist í að fyrstu snjókornin fari að sjást. Ég þarf að finna mér hlýju fötin mín. Þessi kaldi tími er ekki uppáhalds hjá mér.

Ummæli

Vinsælar færslur