Í vikunni var ég að kenna. Sem mér finnst skemmtilegt. Krefjandi en skemmtilegt. Ég fæ nefnilega heilmikið út úr þessu. Ég var að ræða um þær breytingar sem orðið hafa á miðlun á undanförnum árum. Rifjaði það upp að fyrir 10 árum síðan. Eða svona hér um bil. Þá borguðum við fyrir að láta flytja okkur fréttir. Annað hvort með því að vera áskrifendur að blöðum, tímaritum eða með greiðslu á afnotagjöldum til að hafa aðgang að sjónvarpi og útvarpi. Allir þessir miðlar eru hins vegar að líða undir lok í þeim skilningi sem við höfum þekkt þá. Með tilkomu RSS og Podcasting þá getur í rauninni hver sem er gefið út fréttir. Ég þarf ekkert að leita eftir samþykki hjá útvarpsréttarnefnd eða einhverjum öðrum til þess að setja upp mína eigin útvarpsstöð. Ég einfaldlega set upp vefsvæði. Byrja að skrifa. Ef þú hefur áhuga. Þá getur þú sett mig í RSS lesarann þinn. Færð það sem ég skrifa sent til þín. Ekki ósvipað og áskrifendur dagblaða fá þau send heim. Nákvæmlega það sama gildir um hljóð og myndir.
Þannig sjáum við að verðmæti dagblaða hefur fallið niður í núll. Við erum eiginlega ekki lengur tilbúin til þess að greiða fyrir dagblöð. Ég les ekkert dagblað lengur til þess að afla mér frétta. Ég fæ fréttir af Netinu. Hef gaman af því að lesa dagblöð. En ekki eins að flytja þau út í Sorpu. Þetta með að lesa dagblöð er raunar ekkert annað en gamall vani. Ég held raunar að sá tími sé að renna upp að dagblöð sem flutningsmiðil á fréttum sé að líða undir lok. Í heimi þar sem við erum alltaf tengd. Þá eru dagblöð ekki annað en leifar frá liðnum tíma. Aðferð til að koma auglýsingum inn um lúguna hjá mér. En vart til annars. Raunar er næsta víst að gildi þeirra sem auglýsingamiðils er að minnka. Raunar þykir mér flest það sem gefið er út á pappír vera undarlega forneskjulegt. En á samt alveg við. Þetta er í ákveðnum tilfellum góður miðil. Bækur eru til dæmis frábærar. Ef margir þurfa að skoða saman. Er upplifunin allt önnur að skoða bækling en sitja við tölvuskjá. En dagblöð. Þau eiga eftir að líða undir lok. Þegar ég sæki allar mínar fréttir í gegnum sítengt tæki sem ég er alltaf með í vasanum. Hvað hef ég við dagblað að gera?
Þannig sjáum við að verðmæti dagblaða hefur fallið niður í núll. Við erum eiginlega ekki lengur tilbúin til þess að greiða fyrir dagblöð. Ég les ekkert dagblað lengur til þess að afla mér frétta. Ég fæ fréttir af Netinu. Hef gaman af því að lesa dagblöð. En ekki eins að flytja þau út í Sorpu. Þetta með að lesa dagblöð er raunar ekkert annað en gamall vani. Ég held raunar að sá tími sé að renna upp að dagblöð sem flutningsmiðil á fréttum sé að líða undir lok. Í heimi þar sem við erum alltaf tengd. Þá eru dagblöð ekki annað en leifar frá liðnum tíma. Aðferð til að koma auglýsingum inn um lúguna hjá mér. En vart til annars. Raunar er næsta víst að gildi þeirra sem auglýsingamiðils er að minnka. Raunar þykir mér flest það sem gefið er út á pappír vera undarlega forneskjulegt. En á samt alveg við. Þetta er í ákveðnum tilfellum góður miðil. Bækur eru til dæmis frábærar. Ef margir þurfa að skoða saman. Er upplifunin allt önnur að skoða bækling en sitja við tölvuskjá. En dagblöð. Þau eiga eftir að líða undir lok. Þegar ég sæki allar mínar fréttir í gegnum sítengt tæki sem ég er alltaf með í vasanum. Hvað hef ég við dagblað að gera?
Ummæli