Vetur gengur í garð

Mér finnst ekki gott að vera kalt. Þess vegna er þessi tími sem fer í hönd. Með myrkri og kulda ekki í uppáhaldi. Samt eru kaflar sem ég kann betur við. Afmælið mitt og jólin hafa alltaf verið í uppáhaldi. Sömuleiðis áramótin. Núna hefur Airwaves hátíðin bæst við. Fæði og Fjör líka. Páskarnir gleðja mig líka. Samt mest af því að þá fæ ég tækifæri til að úða í mig súkkulaði. Sem er uppáhalds. Mér finnst hins vegar þessi tími erfiður. Bæði andlega og líkamlega. Ég er nefnilega ekki einn af þeim sem vakna af sjálfsdáðum um 6 á morgnana. Finnst bara fínt að fá að sofa út. Var einmitt bent á að best væri fyrir mig að finna mér konu með öllum pakkanum. Eitt eða tvö börn sem væru amk farin að ganga. Þannig væri líklegt að ég myndi losna við verstu vökunæturnar. Ekki svo vitlaus hugmynd. Eða svo er mér sagt. Mér gengur þessa dagana samt ekkert vel að komast á fætur.

Það er nefnilega eitthvað við þessa tilhugsun. Um að þurfa að fara út í kulda og myrkur. Sem fær draumalandið til þess að verða mjög freistandi. Þegar ég var yngri og vitlausari. Þá tókst mér oft og iðulega að vera illa klæddur. Tekst það reyndar alveg núna líka. Bara ekki eins oft. Raunar er ég svo heppinn að hafa fjárfest mér í alvöru úlpu. Sem ég held að sé útilokað að mér verði kalt í. Hún er samt kannski aðeins of. Svolítið stór. Sem getur verið erfitt í mannþröng. Þá hefur mér stundum liðið eins og ég sé þrefaldur. Tími alls ekki að leggja flíkina frá mér. Of margir sem ég þekki sem hafa týnt flíkum. Raunar virðist stelsýki leggjast á ólíklegasta fólk. Ekki endilega af einhverri ástæðu. Heldur bara svona af því að það var góð hugmynd á þeim tíma. Þetta er líka frekar fyndið þegar maður er í jólainnkaupunum. Það er þröngt í verslunum og ég hef stór áhyggjur af því að í þessari úlpu þá hreinlega tæmi ég hillur án þess að vita af því. Svo ég er að leita mér að heppilegri flík til að nota með þessari í vetur. Mig vantar hins vegar ráð frá fólki með vit á tísku. Hvað er málið í vetur?

Ummæli

Nafnlaus sagði…
úff!! strákaföt...veitiggi neitt um solis. ...mér finnst þú eigir bara að vera í stóru úlpunni, það er fyndin tilhugsun, skemmtir kannski öðrum á meðan.
Simmi sagði…
Ég var nú svona meira að vonast eftir boði um aðstoð í verslunarleiðangrinum:-)
Unknown sagði…
haha fyndin pistill-ég átti líka einu sinni svona úlpu sem var alltof stór á mig og var lika græn svo mér leið oft eins og hulk í henni-sammála að þetta er frekar fyndið að hugsa um þig tæma allar hillurnar og vera svo sá eini sem tók ekki eftir þvi hahahah-
ég skal alveg koma með þér í búðir í byrjun nóvember þá er ég hætt að vinna og svona

Vinsælar færslur