Vetur gengur í garð

Það er nefnilega eitthvað við þessa tilhugsun. Um að þurfa að fara út í kulda og myrkur. Sem fær draumalandið til þess að verða mjög freistandi. Þegar ég var yngri og vitlausari. Þá tókst mér oft og iðulega að vera illa klæddur. Tekst það reyndar alveg núna líka. Bara ekki eins oft. Raunar er ég svo heppinn að hafa fjárfest mér í alvöru úlpu. Sem ég held að sé útilokað að mér verði kalt í. Hún er samt kannski aðeins of. Svolítið stór. Sem getur verið erfitt í mannþröng. Þá hefur mér stundum liðið eins og ég sé þrefaldur. Tími alls ekki að leggja flíkina frá mér. Of margir sem ég þekki sem hafa týnt flíkum. Raunar virðist stelsýki leggjast á ólíklegasta fólk. Ekki endilega af einhverri ástæðu. Heldur bara svona af því að það var góð hugmynd á þeim tíma. Þetta er líka frekar fyndið þegar maður er í jólainnkaupunum. Það er þröngt í verslunum og ég hef stór áhyggjur af því að í þessari úlpu þá hreinlega tæmi ég hillur án þess að vita af því. Svo ég er að leita mér að heppilegri flík til að nota með þessari í vetur. Mig vantar hins vegar ráð frá fólki með vit á tísku. Hvað er málið í vetur?
Ummæli
ég skal alveg koma með þér í búðir í byrjun nóvember þá er ég hætt að vinna og svona