Lost er byrjað
Fyrsti þátturinn í þriðju þáttaröðinni var frumsýndur í Bandaríkjunum síðasta miðvikudagskvöld. Ég sá þáttinn á fimmtudagskvöldið. Fannst hann frábær. Ætla ekkert sérstaklega að ræða hvernig ég horfði á þáttinn. En hafi einhverjum fundist lok síðasta þáttar vera til þess fallið að vekja upp spurningar. Þá er byrjunin á þessum þætti nákvæmlega það sem SciFi áhugafólk eins og ég hefur áhuga á því að sjá.
Ég ætla alls ekki að uppljóstra neinu. Það er nefnilega alveg bannað að skemma fyrir. Þó maður viti hvað gerist. Hins vegar ætla að ég að setja hingað inn 2 myndbönd af YouTube sem eru snild. Eins og ég hef áður minnst á þá er Lost að nýta sér Netið til hins ýtrasta til þess að viðhalda og ýta undir spennuna í kringum þættina. Raunar gengur sú saga fjöllum hærra að höfundar þáttanna sitji og lesi það sem áhorfendur skrifa. Fái þaðan hugmyndir. Þeir séu þannig ekki búnir að skrifa nema hálfa þáttaröð. Áframhaldið fari síðan eftir því hvað aðdáendur þáttanna vilji sjá. Sem ég held að sé algjört bull. En hins vegar mæli ég með áhorfi á þessi 2 myndbönd. Spurning hvenær RÚV getur byrjað að sýna þættina?
Hanso Industries
Hanso Exposed
Ég ætla alls ekki að uppljóstra neinu. Það er nefnilega alveg bannað að skemma fyrir. Þó maður viti hvað gerist. Hins vegar ætla að ég að setja hingað inn 2 myndbönd af YouTube sem eru snild. Eins og ég hef áður minnst á þá er Lost að nýta sér Netið til hins ýtrasta til þess að viðhalda og ýta undir spennuna í kringum þættina. Raunar gengur sú saga fjöllum hærra að höfundar þáttanna sitji og lesi það sem áhorfendur skrifa. Fái þaðan hugmyndir. Þeir séu þannig ekki búnir að skrifa nema hálfa þáttaröð. Áframhaldið fari síðan eftir því hvað aðdáendur þáttanna vilji sjá. Sem ég held að sé algjört bull. En hins vegar mæli ég með áhorfi á þessi 2 myndbönd. Spurning hvenær RÚV getur byrjað að sýna þættina?
Hanso Industries
Hanso Exposed
Ummæli