Stress bolti
Það hefur verið aðeins meira að gera hjá mér undanfarið en venjulega. Sem mér finnst alveg fínt. Svona á köflum. Finn samt hvernig stressið safnast upp hjá mér. Sem mér finnst virkilega óþægilegt á köflum. Stress fer ekkert sérlega vel í mig nefnilega. Ég held ég verði dapur og leiðinlegur í skapinu þegar ég er stressaður. Svo hef ég heldur ekki haft nógu mikinn tíma til þess að skrifa eitthvað hér. Sem hefur slæm áhrif á mig. Því þetta er svona hluti af öryggisventlinum mínum. Að fá útrás fyrir það sem ég er að hugsa. Svo þegar tíminn leyfir mér ekki að skrifa hingað inn. Þá safnast það upp. En ég ætla ekkert að kvarta samt. Þetta eru allt góðir hlutir sem ég er að vinna í. Svo er þetta líka tímabundið.
Núna um helgina þá var ég á Hellu. Þarna mitt á milli Selfoss og Hvolsvallar. Ekki fjörugasta bæjarfélag landsins. En það var heldur ekki fyrir fjörið sem ég fór. Eða í það minnsta ekki fyrir þetta klassíska. Heldur vegna þess að ég var á námskeiði í fyrstu hjálp. Sem ég stóðst. Var bara nokkuð ánægður með það. En á föstudaginn þá hljóp ég á milli staða. Var á bólakafi í vinnu. Sem ég varð að klára fyrir helgina. Það gekk allt upp. Ég er nefnilega þó búinn að læra nægilega vel inn á stressið mitt. Að láta það ekki ná yfirhöndinni. Hlaupa ekki í hringi kringum sjálfan mig. Eins og mér hætti til hérna áður fyrr. Þá held ég að ég hafi ekkert verið skemmtilegasti félagsskapur þegar stressið fór að segja til sín. Svo sem ekkert frekar en aðrir sem stressið nær til.
Mér tókst síðan að henda saman farangri. Gleymdi ekkert rosalega mörgu. Samt nóg. Til að sjá hversu álagið var í rauninni mikið. Skildi eftir hluti. Sem ég hefði alveg átt von á að þurfa að nota. En svo var þetta ekki jafn mikið streð og ég átti von á. En ég mun núna útbúa tékklista. Það lærði ég fyrir nokkrum árum. Að búa til lista. Það er nokkuð góð hugmynd til þess að gleyma ekki hlutum. Núna mun ég útbúa námskeiðstékklista. Með því sem á að fara með mér í þessar ferðir. Ég mundi samt eftir því sem ég gleymdi síðast. Svaf þess vegna betur.
Annars var skemmtilegt að læra inn á hvað skal gera ef vandamál koma upp. Núna kann ég orðið að rata og ætti að geta tekið af viti á helstu áföllum. Mér líður snöggtum betur fyrir vikið. Sé ekki fram á annað en að ég verði orðinn góður fararstjóri næsta sumar. Eða í það minnsta verðugur ferðafélagi. Hafandi lært um rétt viðbrögð við helstu slysum. Svo fann ég líka að hópurinn er að kynnast. Ég sé svona aðeins hvernig týpur þetta eru. Fengum líka að kynnast aðeins þeim sem eru kominn í seinni hlutann. Þó mér líki ekkert sérstaklega vel að vera rekinn á fætur. Sérstaklega ekki klukkan 6 að morgni til. Þá var ég bara ánægður með þetta. Er svona aðeins að átta mig á þeim kröfum sem er verið að gera. Mun mæta betur útbúinn næst. Tilbúinn í það að vera rekinn á fætur hvenær sem er. Veit núna að þetta er ekki af illvilja. Heldur er verið að undirbúa og þjálfa. Það minnkar einmitt stress.
Núna um helgina þá var ég á Hellu. Þarna mitt á milli Selfoss og Hvolsvallar. Ekki fjörugasta bæjarfélag landsins. En það var heldur ekki fyrir fjörið sem ég fór. Eða í það minnsta ekki fyrir þetta klassíska. Heldur vegna þess að ég var á námskeiði í fyrstu hjálp. Sem ég stóðst. Var bara nokkuð ánægður með það. En á föstudaginn þá hljóp ég á milli staða. Var á bólakafi í vinnu. Sem ég varð að klára fyrir helgina. Það gekk allt upp. Ég er nefnilega þó búinn að læra nægilega vel inn á stressið mitt. Að láta það ekki ná yfirhöndinni. Hlaupa ekki í hringi kringum sjálfan mig. Eins og mér hætti til hérna áður fyrr. Þá held ég að ég hafi ekkert verið skemmtilegasti félagsskapur þegar stressið fór að segja til sín. Svo sem ekkert frekar en aðrir sem stressið nær til.
Mér tókst síðan að henda saman farangri. Gleymdi ekkert rosalega mörgu. Samt nóg. Til að sjá hversu álagið var í rauninni mikið. Skildi eftir hluti. Sem ég hefði alveg átt von á að þurfa að nota. En svo var þetta ekki jafn mikið streð og ég átti von á. En ég mun núna útbúa tékklista. Það lærði ég fyrir nokkrum árum. Að búa til lista. Það er nokkuð góð hugmynd til þess að gleyma ekki hlutum. Núna mun ég útbúa námskeiðstékklista. Með því sem á að fara með mér í þessar ferðir. Ég mundi samt eftir því sem ég gleymdi síðast. Svaf þess vegna betur.
Annars var skemmtilegt að læra inn á hvað skal gera ef vandamál koma upp. Núna kann ég orðið að rata og ætti að geta tekið af viti á helstu áföllum. Mér líður snöggtum betur fyrir vikið. Sé ekki fram á annað en að ég verði orðinn góður fararstjóri næsta sumar. Eða í það minnsta verðugur ferðafélagi. Hafandi lært um rétt viðbrögð við helstu slysum. Svo fann ég líka að hópurinn er að kynnast. Ég sé svona aðeins hvernig týpur þetta eru. Fengum líka að kynnast aðeins þeim sem eru kominn í seinni hlutann. Þó mér líki ekkert sérstaklega vel að vera rekinn á fætur. Sérstaklega ekki klukkan 6 að morgni til. Þá var ég bara ánægður með þetta. Er svona aðeins að átta mig á þeim kröfum sem er verið að gera. Mun mæta betur útbúinn næst. Tilbúinn í það að vera rekinn á fætur hvenær sem er. Veit núna að þetta er ekki af illvilja. Heldur er verið að undirbúa og þjálfa. Það minnkar einmitt stress.
Ummæli
en maður þarf samt að muna eftir þvi að búa til lista