Starfandi framkvæmdastjóri
Eins og ég lofaði. Þá koma fleiri fréttir. Ég er sem sagt starfandi framkvæmdastjóri. Eitthvað sem ég hef aldrei verið áður. Get núna bætt við línu í ferilskrána mína. Finnst það skemmtilegt að ég hafi náð þessu áður en ég hélt upp á næsta afmælisdag. Þetta kom svolítið óvænt upp í hendurnar á mér. Kannski ekki alveg ófyrirséð. En samt óvænt. Þessu fylgir líklega ákveðin vinna. Sem ég hafði kannski ekki alveg séð fyrir.
Um daginn sat ég sem sagt stjórnarfund. Í afskaplega fína stjórnarherberginu á Nordica. Þar komst ég reyndar að því að hægt er að halda leynifundi. Þar er sem sagt sérstaklega útbúið fundarherbergi. Sem er algjörlega hljóðeinangrað. Ekki nokkur séns að einhver viti hvað þar fer fram. Mér hefði ekki dottið í hug að svona væri til. En þarna fann ég það. Svo ef ykkur vantar góða aðstöðu fyrir næsta leynifund. Þá mæli ég með stjórnarherberginu á Nordica. Reyndar var einhver fundur með leiðtogum frá Kína í gangi. Svo það voru þarna lögreglumenn á vakt. Ég slapp samt inn. Mér fannst þetta raunar frekar fátæklegar varnar aðgerðir. Ekki líklegar til þess að hindra nokkurn mann. Enda er hættan á því að lenda í hryðjuverkum og vera Íslendingur. Núll. Ekki að það komi þessu samt neitt við.
Ég kom sem sagt þarna á þennan fund. Þarna vorum við og það var farið í gegnum hefðbundin fundarstörf. Mér fannst þetta ekkert svakalegt. Finnst það skemmtilegt að þetta málefni sem ég er framkvæmdastjóri fyrir. Já, þó það sé bara starfandi framkvæmdastjóri. Þykir greinilega gott. Enda tengist það veikum börnum. Held að okkur þyki alltaf leiðinlegt þegar börn eru mikið veik. Viljum allt fyrir þau gera. Það sýnir sig að minnsta kosti hvað þetta málefni varðar. Trú mín á okkur öll er staðfest.
Um daginn sat ég sem sagt stjórnarfund. Í afskaplega fína stjórnarherberginu á Nordica. Þar komst ég reyndar að því að hægt er að halda leynifundi. Þar er sem sagt sérstaklega útbúið fundarherbergi. Sem er algjörlega hljóðeinangrað. Ekki nokkur séns að einhver viti hvað þar fer fram. Mér hefði ekki dottið í hug að svona væri til. En þarna fann ég það. Svo ef ykkur vantar góða aðstöðu fyrir næsta leynifund. Þá mæli ég með stjórnarherberginu á Nordica. Reyndar var einhver fundur með leiðtogum frá Kína í gangi. Svo það voru þarna lögreglumenn á vakt. Ég slapp samt inn. Mér fannst þetta raunar frekar fátæklegar varnar aðgerðir. Ekki líklegar til þess að hindra nokkurn mann. Enda er hættan á því að lenda í hryðjuverkum og vera Íslendingur. Núll. Ekki að það komi þessu samt neitt við.
Ég kom sem sagt þarna á þennan fund. Þarna vorum við og það var farið í gegnum hefðbundin fundarstörf. Mér fannst þetta ekkert svakalegt. Finnst það skemmtilegt að þetta málefni sem ég er framkvæmdastjóri fyrir. Já, þó það sé bara starfandi framkvæmdastjóri. Þykir greinilega gott. Enda tengist það veikum börnum. Held að okkur þyki alltaf leiðinlegt þegar börn eru mikið veik. Viljum allt fyrir þau gera. Það sýnir sig að minnsta kosti hvað þetta málefni varðar. Trú mín á okkur öll er staðfest.
Ummæli