Við Eyrarsund

Ég er í Köben í dag. Lagði af stað of snemma í morgunn, þetta á alls ekki við mig að vakna svona snemma. Fannst ég rétt vera sofnaður þegar vekjarklukkan byrjaði að hringja í morgunn. Það hjálpaði heldur ekki að ég leyfði mér að sofa allt of lengi á sunnudaginn. Þess vegna sofnaði ég aðeins of seint í gærkvöldi. En var bara orðinn þreyttur eftir stranga viku og gat ekki annað en leyft mér að njóta þess aðeins um helgina.

Það er ótrúlega ekki eins og að vera í útlöndum að vera kominn til Kaupmannahafnar. Í það minnsta ekki í miðbænum. Danir eru greinilega svo skildir okkur að það er eiginlega ekki fyndið. Meira að segja þetta löngu eftir að leiðir skildu milli þessara tveggja þjóða þá sér maður hversu stutt er á milli þeirra með því að ganga á Strikinu. Þar horfði ég t.d. á tvær ungar danskar konur standa og spjalla saman. Önnur þeirra greinilega með barnið sitt í barnavagni og þær stóðu þarna og voru að spjalla saman. En sem ég gekk framhjá þá bara komst ég að því að þetta voru Íslendingar.

Svo sit ég núna upp á Scandic hótelinu í Hvidovre, sem gæti verið hvaða hótel sem er, hvar sem er og horfi á BBC World Service. M.ö.o. ég gæti verið staddur hvar sem er. Sjónvarpið færir mér þátt um Bangalore í Indlandi sem ég hef nokkra trú á að eigi eftir að verða meðal helstu vaxtapunkta í heimsvæðingu 3.0 sem við erum núna að byrja að finna fyrir. Frábært að sjá áhrifin af heimsvæðingunni á lífsgæði fólks þarna.

Jæja, kominn tími til þess að prófa að kíkja út fyrir hótelið. Nóg í bili.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
bíddu - áttu ekki að vera að vinna?

Vinsælar færslur