Paper paper everywhere...

Eins og flestir sem eru með tölvupóst þá hefur mér ekki fundist það neitt sérlega skemmtilegt að fá sendar endalausar auglýsingar um eitthvað sem ég hef ekki áhuga á. Engu að síður finnst mér tölvupóstur frábær. Er áskrifandi að þó nokkrum fréttabréfum sem ég les með áhuga. Hugsa oft til þess hvort það væri ekki betra að fá eitthvað af öllum þessum papír sem velur inn um bréfalúguna hjá mér sem tölvupóst. Finnst stundum eins og ég sé að drukkna í pappír. Fréttablaðið, Blaðið og Mogginn og svo allt hitt sem flýtur inn um lúguna um leið og þessi blöð.

Man eftir því að í Bandaríkjunum þá var maður endalaust að fá svona ruslpóst. Sem maður fær jú líka í tölvupósti, en það er bara svo miklu einfaldara að henda honum út í rafræna forminu. Man eftir því að fyrir nokkrum árum þá var því spáð að dagblöð myndu leggjast af og við myndum svífa inn í pappírslausan heim. Sem hefur hreint ekki ræst, í það minnsta ekki hér á Íslandi. Hér fáum við meiri pappír en nokkru sinni fyrr inn um lúguna. Skrifstofan virðist þó mjakast í áttina að því að verða pappírslaus. Í það minnsta þar sem ég vinn. Þar eru reikningar rafrænir, tölvupóstur er notaður við samskipti og messenger í hópa vinnu. Ekki þannig að minna sé af skjölum en áður, en þau eru bara í rafrænu formi. Sem er flott fyrir þau okkar sem eiga það til að hafa kannski ekki frábæra skipulagshæfileika. Með leitarvélum eins og Google þá spá menn því að við munum meira að segja losna út úr möppu dæminu. Tja, ég er nú samt ekki að halda niðrí mér andanum.

Ummæli

Vinsælar færslur