Margt býr í þokunni
Ég fór austur yfir Hellisheiði um síðustu helgi. Sem er svo sem ekkert sérlega í frásögur færandi. Ekki eins og maður hafi ekki keyrt þessa leið mörg hundruð sinnum áður. Jú, nema kannski þennan nýja spotta sem var verið að opna. Góð viðbót, þótt að aðstæður hafi reyndar gert manni dálítið erfitt fyrir. Það var nefnilega svarta þoka. Sem fær í það minnsta suma ökumenn til þess að keyra langt undir leyfilegum hámarkshraða.
Eflaust er það skynsamlegt, en fyrir óþolinmóða ökumenn eins og mig, þá skapar þetta erfiðar aðstæður. Það er nefnilega ekki fyrir hvern sem er að hanga fyrir aftan einhvern á tæplega helming leyfilegs hámarkshraða og sjá lítið annað en rauðar týrur fyrir framan sig. En það er heldur ekkert svakalega skemmtilegt að taka fram úr í þoku. Maður sér nefnilega ekki umferðina sem kemur á móti fyrr en rétt áður en maður mætir bílnum.
Reyndar ekki svo oft sem maður lendir í svona þoku. En núna þegar ég var að keyra heim frá millilandaflugvellinum á Miðnesheiði þá var líka svarta þoka á leiðinni. Ég var bara nógu heppinn að það var lítil umferð á leiðinni því lítið sem maður þurfti að draga úr umferðarhraðanum fyrr en síðasta spölinn. En þá var einmitt tekið til við að keyra töluvert undir leyfilegum hámarkshraða. Eiginlega skammarlega hægt fannst mér. Það er samt magnað að keyra í þoku. Maður missir svo gjörsamlega sjónar af því hvar maður er staddur. Þvílík súpa að keyra í. Skil það vel að menn hafi talið þoku fulla af undarlegum vættum.
En ég skil samt ekki alveg þetta með að hægja svona rosalega á sér. Vissulega sér maður ekkert svakalega langt fram fyrir sig, en er í alvörunni nauðsynlegt að keyra á hraða sem varla myndi verða sektað fyrir í Vesturbænum?
Eflaust er það skynsamlegt, en fyrir óþolinmóða ökumenn eins og mig, þá skapar þetta erfiðar aðstæður. Það er nefnilega ekki fyrir hvern sem er að hanga fyrir aftan einhvern á tæplega helming leyfilegs hámarkshraða og sjá lítið annað en rauðar týrur fyrir framan sig. En það er heldur ekkert svakalega skemmtilegt að taka fram úr í þoku. Maður sér nefnilega ekki umferðina sem kemur á móti fyrr en rétt áður en maður mætir bílnum.
Reyndar ekki svo oft sem maður lendir í svona þoku. En núna þegar ég var að keyra heim frá millilandaflugvellinum á Miðnesheiði þá var líka svarta þoka á leiðinni. Ég var bara nógu heppinn að það var lítil umferð á leiðinni því lítið sem maður þurfti að draga úr umferðarhraðanum fyrr en síðasta spölinn. En þá var einmitt tekið til við að keyra töluvert undir leyfilegum hámarkshraða. Eiginlega skammarlega hægt fannst mér. Það er samt magnað að keyra í þoku. Maður missir svo gjörsamlega sjónar af því hvar maður er staddur. Þvílík súpa að keyra í. Skil það vel að menn hafi talið þoku fulla af undarlegum vættum.
En ég skil samt ekki alveg þetta með að hægja svona rosalega á sér. Vissulega sér maður ekkert svakalega langt fram fyrir sig, en er í alvörunni nauðsynlegt að keyra á hraða sem varla myndi verða sektað fyrir í Vesturbænum?
Ummæli