Ekki hip og kúl

Hvílíkir dagar. Eins og hendi væri veifað þá lauk vetrarríkinu og hitastigið komst í tveggja stafa tölu. Var búinn að vera velta því fyrir mér hvort ekki væri kominn tími til þess að setja nagladekkinn undir bílinn. Hugsaði þetta fram og til baka og í ljósi þess hvað það var búið að vera kalt, þá var ég eiginlega búinn að ákveða að setja naglana undir strax í næstu viku. Þetta er svo sem bara daga spursmál hvenær það byrjar að snjóa af krafti.

Komst að því enn eina ferðina, núna um helgina, að fjölmiðlafólk virðist vera síðast af öllum til þess að uppgötva stefnur og strauma í Netheimum. Er það eitthvað lögmál að fjölmiðlafólk sé það síðasta til þess að uppgötva eitthvað tengt upplýsingatæknimálum? Man vel þá tíð þegar fjölmiðlar fóru hamförum yfir Netinu. Nú eða eins og ég hef vikið að í fyrri grein að fjölmiðlar reyna að sannfæra okkur um að tölvuleikir séu að ýta undir ofbeldi meðal unglinga. Það varð að minnsta kosti ekki til þess að minnka fordóma mína að lesa í Fréttablaðinu á föstudaginnn (á bls. 50) að Harpa Pétursdóttir hefði verið að uppgötva eitthvað nýtt og frábært sem héti Myspace. Hörpu til upplýsingar má geta þess að þetta er langt í frá eina Netið af þessu tagi. Við sem höfum fengið í það minnsta 3 boð um að gerast meðlimir í nýjasta vinanetinu, æji, við einhvern veginn látum þetta hreinlega framhjá okkur fara. En ég er greinilega ekki hip og kúl, því ég tek ekki þátt í Myspace æðinu. Tja ekki nema þetta hér sé kannski mitt Myspace.....Jedi mindtrick indeed.

Nú er hins vegar 2 umförð The 4400 að byrja og ég er hættur.

Ummæli