Föstudagsdrykkja

Það er kominn föstudagur og það þýðir að samkvæmt venju (sem hófst í síðustu viku) þá mun hér birtast efni tengt áfengum drykkjum. Ennþá hef ég ekki fengið neinar ábendingar um það hvaðan hugmyndin er komin, svo kannski verðlaunin hafi ekki verið nægilega skýr. En það standa sem sagt verðlaun til boða þeim sem áttar sig á þessu og kemur því á framfæri í comments. Sko maður er soldið þreyttur á því að fá aldrei comment, aðrir bloggar virðast fullir af comments, en þá sjaldan maður sér comment hér þá er það í mesta lagi til þess að klukka mann....já, eða svona hér um bil. En í tilefni dagsins þá bendi ég ykkur á þessa skemmtilegu grein í Wired sem sýnir okkur að það er ekki sama pint og pint. Alveg hreint ekki og á kannski meira skilt við "rocket science" en mig hefði grunað.

Annars heyrði í fyrsta skipti í vikunni um nýtt viðskiptafræðilögmál. Þetta er the fool principle sem heldur því fram að ekki sé til svo vonlaus markaður að ekki sé í það minnsta eitt fífl tilbúið að tapa á því að fara inn á hann.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Það var actually the last fools theory - ekki að það skipti minnsta máli. Bara að stimpla mig inn.
Simmi sagði…
Takk, takk - ég nenni svo sem ekki að uppfæra bloggið en það er að sjálfsögðu The Last Fools Theory...I stand corrected:-)

Vinsælar færslur