Skál!
Drykkir. Drykkja. Það er eitthvað sem við tengjum við föstudaga. Ég er að hugsa um að stela þessari hugmynd (verðlaun til þeirra sem vita hvaðan) um efni á föstudagsblogginu mínu. En svo að ég verði ekki ásakaður um að hvetja til óheftrar drykkju þá bendi ég sérstaklega á Blood Alcohol Estimator. Þetta er fróðlegur vefur um neikvæð áhrif áfengisdrykkju. Sem sagt, það er óhollt að drekka. Ekki falla í þá gryfju að byrja. Ef þú drekkur hættu núna.
Sko ég vissi að þetta hefði áhrif. En ef þú ert ennþá að velta fyrir þér drykk dagsins þá verður maður auðvitað að byrja á byrjuninni. Sem þýðir auðvitað að ég verð að byrja á því að benda ykkur á fyrsta kokteil sem sögur fara af.
SAZERAC
Innihald: Viskí, Pernod, Bitter, Sykur.
Aðferð: Látið Pernod leika um kælt glas til þess að fá húð á yfirborð glassins. Leysið upp sykurinn og setjið bitter út í eftir smekk. Fyllið glasið með viskí og skreytið með sítrónusneið. Berið fram án ís.
Sko ég vissi að þetta hefði áhrif. En ef þú ert ennþá að velta fyrir þér drykk dagsins þá verður maður auðvitað að byrja á byrjuninni. Sem þýðir auðvitað að ég verð að byrja á því að benda ykkur á fyrsta kokteil sem sögur fara af.
SAZERAC
Innihald: Viskí, Pernod, Bitter, Sykur.
Aðferð: Látið Pernod leika um kælt glas til þess að fá húð á yfirborð glassins. Leysið upp sykurinn og setjið bitter út í eftir smekk. Fyllið glasið með viskí og skreytið með sítrónusneið. Berið fram án ís.
Ummæli