Drykkur dagsins
Já, það er ekki seinna væna að koma inn drykk dagsins, því nú er kominn föstudagur og það er hvorki meira né minna en síðasti sumardagur. Það er því vel við hæfi að drykkur dagsins sé til þess ætlaður að halda á manni hita þegar loftið fer að kólna. Nú gætu einhverjir haldið að ég komi til með að stinga upp á hinu augljósa, eins og t.d. Irish Coffee, en það er nú öðru nær. Drykkur dagsins er drykkur sem þjóðir sem búa við langa og stranga vetur hafa iljað sér við í aldir og er þekktastur sem vodki.
Á ferðalögum mínum erlendis hef ég kynnst nokkrum vodka drykkjum sem gætu vel verið við hæfi, en þó líklega enginn betur til þess fallinn en Nemiroff vodka með hunangi og chili. Þessi eðal drykkur sem á rætur sínar að rekja til Úkraíníu smakkaði ég fyrst á ukraínskum veitingastað í Vilnius og því miður er hann ekki auðfundinn í ÁTVR. Fyrir þá sem halda á þessar slóðir mæli ég þó eindregið með því að prófa, því hvað getur verið betra á köldum vetrarkvöldum en að mýkja hálsinn með hunangi og finna síðan hvernig chillið iljar manni alveg niðrí tær.
Á ferðalögum mínum erlendis hef ég kynnst nokkrum vodka drykkjum sem gætu vel verið við hæfi, en þó líklega enginn betur til þess fallinn en Nemiroff vodka með hunangi og chili. Þessi eðal drykkur sem á rætur sínar að rekja til Úkraíníu smakkaði ég fyrst á ukraínskum veitingastað í Vilnius og því miður er hann ekki auðfundinn í ÁTVR. Fyrir þá sem halda á þessar slóðir mæli ég þó eindregið með því að prófa, því hvað getur verið betra á köldum vetrarkvöldum en að mýkja hálsinn með hunangi og finna síðan hvernig chillið iljar manni alveg niðrí tær.
Ummæli