Naflaskoðun

Þetta Baugsmál hefur dregið fram allt það versta í íslenskri fjölmiðlun. Naflaskoðunina. Þetta er eitthvað sérkenni íslensks fjölmiðlafólks að það virðist vera haldið þeirri áráttu að halda að allur heimurinn hafi svakalegan áhuga á fjölmiðlum og stöðu þeirra. Sem er auðvitað ekkert annað en hvert annað bull. Restin af heiminum hefur álíka áhuga á stöðu fjölmiðla og innihaldinu á naflanum mínum á morgnana.

En þetta finnst íslensku fjölmiðlafólki erfitt að skilja. Það hefur greinilega gleymst að segja því frá því, að það síðasta sem fjölmiðlar eiga fjalla um eru fjölmiðlar. Ennþá leiðinlegri eru fréttir af fjölmiðlafólki. Aldrei heyrir maður um að þessi eða hinn gröfustjórinn sé nú hættur hjá Ístaki og farinn að vinna hjá Aðalverktökum. Aldrei myndi nokkrum heilvita fjölmiðla manni detta í huga að segja frá því heldur. En einhverja hluta vegna þykir þeim sjálfsagt að segja frá því að þeir hafi verið að skipta um vinnu. Mér bókstaflega gæti ekki verið meira sama hvort Jón Jónsson sé farinn að vinna hjá 365 og Sigga Sveins hafi flutt sig yfir á RÚV. Hvers vegna í ósköpunum innihalda fjölmiðlar dálksentimetra um þetta efni?

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Blaðamenn eru sjálfhverfustu skrattakollar í heiminum.

Vinsælar færslur