Vetnisframtíð er ekki góð hugmynd

Undanfarna 2 daga er ég búinn að sitja á ráðstefnu um orku. Ég var rétt í þessu að hlusta á Ulf Bossel jarða hugmyndina um vetni sem framtíðarorkugjafa. Ekki eins og hann sé sá fyrsti. Ég hef undanfarið verið að rekast á greinar þar sem vetni er gagnrýnt harkalega sem orkugjafi. Ástæðan er einföld. Eða eins og Ulf orðaði það. Þetta snýst um eðlisfræði, ekki skáldskap. Sem þýðir að við hér á Íslandi erum á fullu inn í framtíð, sem fáir ef nokkrir munu vilja fara inn í.

Málið er nefnilega. Að ef við förum vetnisleiðina. Þá mun 80% af þeirri orku sem við framleiðum. Fara í dreifingu og geymslu á orkunni. Ef við hins vegar förum aðra leið. Þá fara ekki nema 10% af orkunni í dreifingu og geymslu. Eða ef við tökum dæmi. Þá er þetta eins og við myndum byggja fimm stíflur í Þjórsá. En ekki nýta nema orkuna frá einni. Fyrir þá sem hafa áhuga þá var fyrirlestur Ulf hér næstum samhljóða þeim sem hann flutti í Sviss fyrr á þessu ári.

Ummæli

Vinsælar færslur