Heyrist ekki í talsmanni neytenda um þetta

Ég hef ekkert svar fengið frá talsmanni neytenda, en viðbrögð frá fulltrúum mínum á þingi, ráðherrum, Neytendasamtökunum, Íslandspósti og fleirum.

Það er með ólíkindum að á meðan í Noregi gildi þessar reglur:

NO

Toll- og avgiftsfrie sendinger:
Sendinger fra utlandet ved verdi inntill kr 200,- samt gaver mellom privatpersoner med verdi inntil kr 1000,-"

http://www.posten.no/Portal/ProdukterTjenesterAAA/F/FortollingPrivat/kanalforside.htm?tab=Priser

og í Bretlandi gildi þessar reglur:

2.3 Are import duties and import VAT always payable?
No. Customs duty is waived if the amount of duty is less than £7.

Import VAT is not payable on:

commercial consignments eg goods purchased over the internet with an intrinsic value not exceeding £18, but this does not include alcohol, tobacco products, perfume or toilet waters gifts, excluding alcohol, tobacco, perfumes and toilet waters, with a value not exceeding £36 and which comply with the rules shown in paragraph 2.4.

There are a number of other circumstances where relief from some or all customs charges may be available. If you think your goods may be eligible for a relief you should contact the National Advice Service for further information.

http://customs.hmrc.gov.uk/channelsPortalWebApp/channelsPortalWebApp.portal?_nfpb=true&_pageLabel=pageTravel_ShowContent&id=HMCE_CL_000014&propertyType=document#P24_1088

En þeir hjá Póst og Fjarskiptastofnun vilja meina að þetta sé allt í samræmi við dóma Héraðsdóms og raunar sé ég bara heppinn að þeir leggi ekki meira á....

Málefni: Fyrirspurn um tollmeðferðargjald Íslandspósts hf.

Vísað er í tölvupóst yðar, dags. 5. júlí 2007, þar sem óskað er skýringa á Tollmeðferðargjaldi sem Íslandspóstur tekur. Eins og fram kemur í erindinu er um að ræða fast gjald sem lagt er á allar sendingar sem settar eru í tollmeðferð af Íslandspósti. Janframt er bent á að gjaldið sé jafnhátt óháð umfangi sendingar, verðmæti vöru osfrv. og vísað í því samabndi til 16. gr. laga um póstþjónustu sem fjallar m.a. um gjaldskrár fyrir alþjónustu.

Einn héraðsdómur er til þar sem reyndi á lögmæti gjaldsins, dómur héraðsdóms Reykjavíkur nr. E-770/2000, í dómnum er þessi gjaldtaka staðfest með eftirfarandi röksemd:


"Stefnda er, sem póstþjónustuaðila sem tekur við póstsendingum frá útlöndum, gert skylt að sinna tollmeðferð samkvæmt reglugerð nr. 310/1992 um tollmeðferð póstsendinga að viðlagðri refsiábyrgð. Er þessi skylda sem stjórnvöld leggja á stefnda að þessu leyti ekki til umfjöllunar hér, heldur aðeins það gjald sem stefndi gerir viðtakendum gjaldskyldra póstsendinga að greiða vegna þeirrar meðferðar póstsendinga. Samkvæmt alþjóðapóstsamningnum sem undirritaður var í Seoul 1994 og aðildarríki EES-samningsins eru aðilar að segir í 32. gr. að fyrir sendingar sem settar séu í tollmeðferð í uppruna- eða ákvörðunarlandi, eftir því sem við eigi megi taka sérstakt póstgjald sem þó sé ekki hærra en 2,61 SDR. Jafnframt segir að þetta gjald skuli aðeins innheimt fyrir afhendingu til tollsins og tollmeðferðina fyrir sendingar sem fengið hafi á sig toll eða önnur áþekk gjöld. Í samningnum er gjald þetta kallað tollmeðferðargjald. Er samkvæmt þessu um að ræða sams konar gjald og um er fjallað í máli þessu. Ekki liggur fyrir í málinu hvert gengi SDR hefur verið þegar stefnandi var krafinn um greiðslu þess, en það er nú rúmar 107 krónur. Er tollmeðferðargjald stefnda því talsvert undir því hámarki sem alþjóðapóstsamningurinn setur og ekkert fram komið sem gefur tilefni til að ætla að svo hafi ekki verið hingað til. Er gjaldtaka stefnda því í samræmi við alþjóðapóstsamninginn og skiptir því ekki máli í hvers þágu þjónustan telst vera veitt eða hvað gjaldið nefnist."


Núgildandi réttarheimildir eru í tollalögum nr. 88/2005, þar sem Íslandspósti er veitt heimild til að gera póstaðflutningsskýrslu á þær sendingar sem lúta svokallaðri einfaldri tollmeðferð. Vörur með virði undir 30.000, sbr. reglugerð nr. 1100/2006. Í reglugerðinni eru hliðstæð ákvæði í dag og vísað er til í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sbr. t.d. greinar 35 til 40. Fjallað er um skráningu upplýsinga um póstsendingar í 35. gr., flokkun póstsendinga til tollmeðferðar í 36. gr., smásendingar í 37. gr., afhendingu póstsendinga án tollskýrslu í 38. gr. og opnun póststarfsmanns á póstsendingum til þess að afla vörureikninga o.fl. í 39.gr. Heimild þessi er tilkominn til þess að hægt sé að flýta fyrir sendingu þannig að hún skili sér fyrr til móttakanda. Íslandspóstur innheimtir fyrir slíka þjónustu 450 kr. sem er kostnaður við skráningu, geymslu og afhendingu vörunnar sem og útreikning á tolli og vsk.

Ekkir er um valkvætt gjald að ræða þar sem skráning og innheimta í tengslum við póstsendingar er ekki valkvæð fyrir fyrirtækið. Flutningsgjald milli landa (póstburðargjald) innifelur t.d. ekki í sér kostnað við tollmeðferð og vsk.-innheimtu. Ástæða þess er sú að tolla- og skattinnheimta er mismunandi á milli landa og því óhagræði að koma slíkri innheimtu fyrir inn í burðargjöldum samkvæmt alþjóðapóstsamningum. Í 18. gr. alþjóðapóstsamningsins (Convention) og grein RL 153 í "Letter Post Regulation" er heimild til þess að innheimta sérstakt gjald í ákvörðunarlandi þar sem innheimta þarf fyrir vsk. og toll. Þar er tekið fram að gjaldið þarf að vera í eðlilegu samhengi við kostnað.

Í verðskrá Íslandspósts hf. sem birt er á neti fyrirtækisins er að finna tilvitnað tollmeðferðargjald undir liðnum "viðbótaþjónusta frá útlöndum". Um tvenns konar gjald er að ræða "Tollmeðferðargjald" alls 350 kr. og "Tollmeðferðargjald- einföld skýrsla" alls 450 kr. Á heimasíðu fyrirtækisins er einnig nánari lýsing á þjónustu Íslandspósts hf. og vísast til þess.

Þau ákvæði sem vitnað er til í hérðasdómi og fengu efnislega umfjöllun í ofangreindum dómi eru nú í 18. gr. Alþjóðapóstsamningsins (Convention) og grein RL 153 í reglugerð um bréfasendingar (Letter Post Regulations). Í 18. gr. segir:

"Article 18
Customs control. Customs duty and other fees
1 The postal administrations of the countries of origin and destination shall be authorized to submit items to customs control, according to the legislation of those countries.
2 Items submitted to customs control may be subjected to a presentation-to-Customs charge, the guideline amount of which is set in the Regulations. This charge shall only be collected for the submission to Customs and customs clearance of items which have attracted customs charges or any other similar charge.
3 Postal administrations which are authorized to clear items through the Customs on behalf of customers may charge customers a customs clearance fee based on the actual costs.
4 Postal administrations shall be authorized to collect from the senders or addressees of items, as the case may be, the customs duty and all other fees which may be due."

Um 1. tl.
Í 1. tl. er fjallað um að póstfyrirtæki skuli hafa heimild til að fara með sendingar í gegnum tollinn í samræmi við innanlandslöggjöf hvers ríkis.

Um 2. tl.
Í 2. tl. er m.a. kveðið um að leiðbeiningar um hvað heimilt er að taka hátt gjald fyrir þessa þjónustu skulu settar í reglugerð (Letter Post Regulation). Leiðbeiningarnar eru Í grein RL 153. Þar segir:

"Article RL 153
Presentation-to-Customs charge
1 The guideline amount of the special charge prescribed in article 18.2 of the Convention for items submitted to customs control in the country of origin or of destination shall be 2.61 SDR. For each M bag, the guideline maximum amount is 3.27 SDR."

Um 3. tl.

Í 3. tl. 18. gr. er viðkomandi póstfyrirtæki veitt heimilt til að taka gjald fyrir þessa þjónustu af viðskiptavinum sínum og skal gjaldið vera byggt á raunkostnaði.

Ef litið er til núverandi gjaldskrár Íslandspósts hf. að því er viðkemur tollmeðferðargjaldi er ljóst að það gjald sem nú er tekið er hærra en þau viðmið sem sett eru í grein RL 153. Umrætt viðmið eru hins vegar aðeins til leiðbeiningar fyrir póstfyrirtæki, þar sem í 3 tl. 18. gr. er gefin heimild til að taka tollmeðferðargjald (e. customs clearance fee) sem byggt er á raunkostnaði.

Þá er einnig kveðið á um það í 6. gr. alþjóðasamningsins að póstfyrirtæki skuli vera heimilt að taka hærri gjöld en þau sem birtast í viðmiðunarreglum samningsins, sbr. 4. tl. 6. gr.:

"Postal administrations shall be authorized to exceed any guideline charges appearing in the Acts."


Samkvæmt ofangreindum ákvæðum alþjóðapóstsamningsins, sbr. niðurstöðu héraðsdóms hefur Íslandspóstur hf. heimild til töku tollmeðferðargjalds. Þá verður ekki annað séð en að Íslandspóstur hf. hafi heimildir samkvæmt ofangreindum ákvæðum alþjóðapóstsamningsins til að taka hærri gjöld en samkvæmt þeim viðmiðunarreglum sem settar eru í samningnum sjálfum svo framarlega sem gjöldin byggjast á raunkostnaði.

Vona að þetta svari spurningu yðar um tilurð og tilgang tollmeðferðargjalds Íslandspósts hf.

Svo spurðu þig aftur að því hvað myndi breytast fyrir neytendur ef við göngum í ESB

1. Engin gjöld á vörur keyptar innan ESB (ekkert upprunavottorðs bull, bara borga VSK í ESB landinu og málið er dautt).

2. Hraðari afgreiðsla á vörum vegna þess að tollmeðferð væri úr sögunni.

3. Lækkun á verði á smávöru svo nemur hundruðum prósenta

Hverja er verið að vernda fyrst við erum ekki ennþá búin að sækja um aðild?

Ummæli

Vinsælar færslur