Á leiðinni lengra

Þegar það er svona mikið að gera. Ég er duglegur að fara og svitna. Þá er eins og mig vanta klukkutíma fyrir sjálfan mig. Hef heldur ekki komið mér af stað í yoga. Kannski það sé hluti af þessu. Ætla að vera óskaplega duglegur. Fara á morgnana í yoga. En mér gengur illa að sofna. Illa að vakna líka. Fékk meira að segja ægilegar draumfarir í nótt. Vaknaði upp vegna þess að mér tókst ekki að koma þeim í góðan farveg. Skrítið.

Í dag átti ég annars að vera leiða hóp af fólki upp á Helgafell. En féll frá því þegar ég sá veðurspá í gær. Eins gott. Það er hefði ekki verið sniðugt að reyna að rölta þetta í kvöld. Þetta er svona haustkvöld með vindi og regni sem bylur á glugganum. Á sama tíma heyri ég að það sé yndislegt veður í Bandaríkjunum.

Ferðahugurinn kemur upp í mér. Ég læt mig dreyma um New York, Boston, já eða kannski ég kíki bara á gamlar slóðir í Maryland og Virginíu. Annars dreymir mig um að skipta um umhverfi þessa dagana. Fara eitthvað langt í burtu. Gera eitthvað allt annað.

Þetta gerist reglulega. Ég fæ þessa tilfinningu. Að ég sé búinn að vera á sama stað of lengi. Það sé kominn tími á breytingar. Oftast geri ég ekkert með þetta. En núna eru öll tækifæri opin. Líka eins og einhverjum kafla sé að ljúka. En þetta hefur svo sem komið fyrir áður. Kannski er það haustið. Því ég veit svo vel hvað ég get gert yfir sumarið. Þá kalla Hornstrandir og fjöllin á mig. Síðast var ég á kafi í björgunarsveitarnámskeiði. Núna er minna framundan. Ekki samt eins og ég hafi ekki nóg að gera. En spyr mig stundum að því hvert ég stefni. En svo líður það eflaust hjá.

Ummæli

Vinsælar færslur