Litríkt sumar á enda runnið

Þetta er búið að velkjast í höfðinu á mér nokkuð lengi. Hversu langt má ganga í mótmælum gegn ríkjandi viðhorfum eða stefnumálum? Málið er nefnilega að það er helsta markmið stjórnarskráa að verja hagsmuni minnihluta. Ekki meirihluta. Þannig er stjórnarskráin full af vörnum fyrir ákveðin réttindi. Hérna gæti ég steypt mér í langar lýsingar á því hvað í þeim felst. En ætla ekki að gera það. Heldur segja það hér með. Að ég tel beinlínis hættulegt fyrir lýðræðisþróun í landinu að friðsamir mótmælendum séu kallaðir skæruliðar eða hryðjuverkafólk.

Kannski er það veðrið. Sumarið hvarf allt í einu. Um helgina var ég í sól og blíðu í sumarbústað. Árlegri haustferð með vinafólki. Það var allt eins og það átti að vera. Gott fólk, gott veður, skemmtilegt að kíkja í pottinn. Svo blés haustið á móti mér þegar ég mætti í vinnu. Eftir síðasta hluta sumarsins. Svo eins og hendi væri veifað er sumarið horfið og haustið komið. Meira að segja sagt frá snjókomu í fréttunum. Skrítið. En veðrið hefur einhver áhrif á mig. Núna er kominn tími haustlitana. Svo kannski það reki mig áfram til þess að skrifa þessar línur.

En mér fannst nefnilega skemmtilegt í sumar. Að þá tók sig til hópur af fólki. Sem langar að bjarga landinu. Svolítið alþjóðleg. Með hugmyndir um hvernig ætti að fara að því, sem eiga langar og ríkulegar sögulegar rætur. Allt aftur til Gandhi og Martin Luther King. Sem eru yfirleit ekki nefndir til sögunnar þegar um þetta fólk er fjallað. Raunar á það sér líka rætur í aðgerðum Ken Kessey og félaga. Kannski það sé það sem fer fyrir brjóstið á þeim sem vilja kenna þetta fólk við hryðjuverk. En mér finnst þetta gefa lífinu svolítinn lit. Finnst með ólíkindum að það sé sett í hóp með glæpamönnum.

Raunar er það rétt að aðferðafræðin er á gráu svæði. En þó ekki. Það er nefnilega erfitt fyrir mig að sjá að þarna sé fólk sem ætli sér að ganga mjög langt. Það er ekki í þeim hugleiðingum. Ekki ennþá. En það veldur mér áhyggjum að umburðalyndi okkar gagnvart þessum aðgerðum sé svona lítið. Það sé tekið á þessu á hörku. Því slíkt á sér líka sögulega samsvörun. Ljóta samsvörun. Stundum leiddi slíkt til þess að kynnt var undir hræðslu fólks. Ríkisvaldinu var falið næsta ótakmarkað vald til þess að svipta fólk frelsi til orða og athafna. Jafnvel miklu meira en svo. Á sama tíma kynda slík viðbrögð oft undir róttækni. Sem getur leitt til þess að þessu unga fólki. Þykki sem hin lýðræðislega hefð sé ekki til gagns. Gripið er til aðgerða sem ganga miklu lengra, einmitt til að kalla á hörð viðbrögð. Til þess að svipta hulunni af raunverulegum aðstæðum. Því það er einmitt valdaleysi og áhrifaleysi sem rekur slíka hópa áfram.

Svo nú þegar haustar. Þá vona ég að það sé ekki merki um að þessu fólki líði eins og aðgerðir þeirra hafi ekki verið nægilegar öflugar. Að við hin gefum þessum litríka hópi örlítið pláss. Þó það þýði að það heyrist undarleg tónlist, bílaumferð raskist eitthvað á sumarhelgi og lögreglan þurfi að fara á slökunarnámskeið. Hvernig líst ykkur annars á að Víkingasveitin eigi að halda uppi lög og reglu um helgar. Er ekki stutt í að við fáum friðargæsluna í þetta?

Ummæli

Vinsælar færslur