Tónleikar ársins er mér sagt

Fimmtudaginn 6. september næstkomandi verða haldnir tónleikar til
styrktar Úlfi C. Karlssyni tón- og myndlistarmanni sem barist hefur
við hvítblæði undanfarin ár. Úlfur hefur gengist undir fjölda meðferða
og dvalist langdvölum á sjúkrastofnunum og ekki getað aflað tekna að
ráði. Hann er fjölskyldumaður og hafa veikindin sett stórt strik í
efnahag fjölskyldunnar.

Með tónleikunum gefst fólki tækifæri til að leggja sitt af mörkum til
að létta fjölskyldunni lífið í baráttunni. Allir sem koma fram gefa
vinnu sína og tengjast Úlfi vináttu- og kunningjaböndum.

Dagskráin er ekki af verri endanum;

pornopopp
mr.silla
the way down
bacon
singapore sling
reykjavik!
MÍNUS
Í lokin má búast við hamskiptum þegar leyninúmer kvöldsins stígur á stokk.

Tónleikarnir verða í IÐNÓ og hefjast hefjast stundvíslega klukkan
20.00, húsið opnar klukkan 19.30.

Aðgangseyrir er 1.500 kr. en fólki er frjálst að borga meira.
Þeir sem vilja geta jafnframt lagt beint inn á reikning:
0101-26-014144 kt. 440304-2570

ALLUR AÐGANGSEYRIR RENNUR ÓSKIPTUR TIL ÚLFS OG FJÖLSKYLDU.


Sjáumst í IÐNÓ á fimmtudagskvöldið.

Ummæli

Vinsælar færslur