Um eitthvað að hugsa

Í dag fékk ég fréttir. Fyrr í sumar. Eyðilagði ég nefnilega liðþófa í hnénu á mér. Algjört klúður. Tókst þetta með því að vera aðeins of ákafur í jóga. Ganga of mikið. Á endanum lét eitthvað undan. Sem var liðþófinn í vinstra hnénu á mér. Þetta var ferlega vont. Kom á vondum tíma. Ef það er þá einhvern tíma góður tími til að meiða sig. Eins og gerist oft þegar eitthvað eitt kemur fyrir. Þá fylgir oft eitthvað annað í kjölfarið. Það tengist oft að þegar eitt fer úrskeiðis. Þá beitir maður sér allur á annan veg. Það skapar nýtt álag og verki í kjölfarið.

Ég gekk samt á Hornströndum. Hef dillað mér einu sinni eða tvisvar síðan. En hnéð er alls ekki komið í lag. Ég er ennþá bólgin. Sem er ekki gott. Hef verið að nota spelku til að halda við. En það dugar ekki nema ákveðið langt. Svo samkvæmt ráði, þá pantaði ég mér tíma hjá sérfræðingi í Orkuhúsinu. Ákvað líka að ég yrði að fara æfa aftur. Ekki bara yoga. Það dugar mér ekki til. Kannski vegna þess að ég tek það ekki alveg alla leið. Hef ekki það sem til þarf í allan lífsstílinn. Svo ég þarf á meiri hreyfingu að halda. Eitthvað að lyfta líka með. Planið samt alveg að halda áfram að vera með jóga sem aðal. En ég hafði ákveðið að núna um mánaðarmótin myndi ég byrja.

Hef ekki verið að lyfta mikið frá því upp úr síðustu áramótum. Í dag er ég að finna fyrir því. Út um allt. Strengir og verkir færast til eftir því á hverju ég hef verið að níðast. En ég er búinn að vera duglegur. Farið í Laugar núna alla daga. Stefnan er að fara í jóga 3 í viku. Fara í Laugar 3-5 í viku. Ég veit að þetta er svolítið bjartsýnis plan. En ég stefni að því að komast í betra form, enda fannst mér ferlega skemmtilegt að vera hress og hreyfing verður að algjörum vana þegar maður byrjar. En mikið skelfilega er þetta erfið byrjun. Mér líður bara hreint ekki vel. Finnst reyndar alveg gaman að kvarta. Misery loves company eins og þar stendur. Hins vegar er líkaminn ekki alveg að samþykkja þetta nýja álag. Það er kvartað út um allt. Ég hef átt erfitt með gang. Að beygja mig. Í dag er mér illt í höndunum. En það sem var samt verst. Er að mér er illt í hnénu.

Ég komst að því strax að ég gat ekki verið á hlaupabretti. Fékk verk í hnéð. Reyndi að hlaupa. Það var bara vont. Svo ég skipti yfir á skíðatækið. Það gekk vel framan af. En í dag. Þá varð þetta vont. Sem kom í kjölfarið á fréttum sem ég fékk frá bæklunarlækni í dag. Ég er sem sagt með rifinn innri liðþófa. Svoleiðis lagast ekki af sjálfu sér. Eða það grær ekki saman aftur. Stundum lagast þetta samt. Þannig að ég hætti að finna fyrir þessu. Bólga gengur niður. Sársauki hverfur. Þetta jafnar sig bara af sjálfu sér. En er samt alltaf slitið. Hitt gæti líka gerst. Að þetta versni. Þá heldur þetta áfram að vera vont. Verður smátt og smátt verra og verra. Það fylgir þessu nefnilega oft erting. Svo þá er bara eitt til ráða. Leggjast undir hnífinn. Þá er liðþófinn skorinn í burtu. Allir verkir hverfa. Ég verð glaður.

Þetta er samt svolítið ferli. Tekur víst um 2 mánuði að jafna sig. Er væntanleg skelfilega vont og óþægilegt á meðan á því stendur. Svo þarf ég líka að taka eitthvað frí frá vinnu. Svo nú þarf ég að hugsa og fylgjast með hnénu. Yfirleit bið í um fjórar vikur eftir að komast í aðgerð. Hins vegar þarf ég ekki að ákveða mig alveg strax. Ætla að hugsa málið fram að jólum. Kannski ég verði að jafna mig eftir hné uppskurð í febrúar. Ætli það sé hugmynd að gera það bara einhverstaðar þar sem er heit og notalegt?

Ummæli

Vinsælar færslur