Taktu bókhaldið með þér
Eru skilaboðin frá íslensku tollgæslunni í Keflavík. Það er nefnilega ekki nóg að eignast hlut. Heldur verður þú að geta fært sönnur á að greidd hafi verið gjöld á Íslandi. Þar gildir að þú ert sek(ur) þar til sakleysi er sannað. Eða eins og ég las í Morgunblaðinu í morgunn.
Þessi regla þýðir að allt sem þú ert í. Allt sem þú tekur með þér. Getur tollvörður litið svo á að sé tilraun til smygls til Íslands. Þannig er hreint ekki í lagi að koma með hlut tollfrjálst til landsins einu sinni og líta þá svo á að þú þurfir ekki að hafa frekari áhyggur. Ekki heldur hafir þú keypt hlut hér á landi og það sé bara allt í lagi að fara til útlanda með hann með þér. Ekki ef þú tekur ekki með þér kvittun. Gildir þá einu hvort um gjöf er að ræða. Eða hvort bókhaldið brann. Tollurinn í Keflavík mun innheimta. Í mynd með fréttinni kom fram frasinn „verndum okrið með einangrun“. Svo ef þú fékkst dýra myndavél í afmælisgjöf. Ekki taka hana með þér í fríið.
hér á landi sé við lýði fimm ára fyrningarregla, sem þýði að íslensk tollayfirvöld hafi allt að fimm ár til að innheimta gjöld og tolla af hlutum. Því séu menn, sem einu sinni hafa komist í gegnum "græna" hliðið með til dæmis dýra myndavél, keypta í útlöndum, ekkert endilega öruggir með að komast í gegn á ný innan fimm ára fyrningartímabilsins.
Þessi regla þýðir að allt sem þú ert í. Allt sem þú tekur með þér. Getur tollvörður litið svo á að sé tilraun til smygls til Íslands. Þannig er hreint ekki í lagi að koma með hlut tollfrjálst til landsins einu sinni og líta þá svo á að þú þurfir ekki að hafa frekari áhyggur. Ekki heldur hafir þú keypt hlut hér á landi og það sé bara allt í lagi að fara til útlanda með hann með þér. Ekki ef þú tekur ekki með þér kvittun. Gildir þá einu hvort um gjöf er að ræða. Eða hvort bókhaldið brann. Tollurinn í Keflavík mun innheimta. Í mynd með fréttinni kom fram frasinn „verndum okrið með einangrun“. Svo ef þú fékkst dýra myndavél í afmælisgjöf. Ekki taka hana með þér í fríið.
Ummæli